Laugardagsfundur HEILAHEILLA fór fram samkvæmt venju í félagsaðstöðu þess í Mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42. Sérstakur gestur var hinn þjóðkunni Spaugstofumaður Karl Ágúst Úlfsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur. Eftir inngangserindi Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, um stöðu félagsins innan Evrópusamfélagsins SAP-E, las Karl upp bráðskemmtilega kafla úr handriti sínu í ætlaða bók, við mikinn fögnuð og hlátur fundarmanna. Greindi hann frá hugrenningum sínum eftir aðgerð á höfði og margir fundarmenn könnuðust við þær úr sínum ranni. Svaraði Karl spurningum fundarmanna og var gerður góður rómur að! Á fundinum kom fram að ýmsum fötlunarflokkum eftir slag mætti gera betri skil í heilbriðgiskerfinu, s.s. gaumstoli, kyngingarörðugleikum o.s.frv.. Var þeim þá kynnt að unnið væri að því að fá íslensk stjórnvöld til að undirrita viljayfirlýsingu SAP-E. Þar er kveðið á um eftirfylgni eftir slag, þ.e.a.s. þegar einstaklingurinn er hættur að vera slagsjúklingur, þá orðinn slagþoli, en þar íslenska heilbrigðiskerfið eftirbátur í þeirri meðferð miðað við aðrar þjóðir innan Evrópu!