HEILAHEILL hefur tekið við formennsku í stjórn NORDISK AFASIRÅD og bíður félagsins mikið verkefni á næsta ári, ef Covid-19 leyfir. Eins og áður hefur komið fram að þá eru fulltrúar Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands í þessari stjórn, en Danmörk er ekki með að þessu sinni. Rætt hefur verið um, – og verður enn um stöðu félaga málstolssjúklinga á Norðurlöndum. Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur, Baldur Kristjánsson stjórnarmaður og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA hafa tekið þátt í undirbúningi þessarar stjórnarforystu og hvetur félagið hvern þann sem hefur áhuga á málefninu að hafa samband í 860 5585 eða í heilaheill@heilaheill.is. Stjórnin er þakklát hverjum þeim sem vill leggja félaginu lið!