Málstolsþjálfun HEILAHEILLA í evrópskri samvinnu!

Heilaheill hefur tekið þátt í þróunarverkefni með Cerebrum, sem eru tékknesk samtök fólks um ákominn heilaskaða. Verkefnið var stutt af Uppbyggingasjóði EES og Noregs (EEA and Norway Grants). Verkefnið fól í sér heimsókn tékkneskra talmeinafræðinga og fulltrúa Cerebrum hingað til lands til að kynna sér starfsemi Heilaheilla, þ.m.t. hópastarf félagsins með fólki með málstol. Þá fóru talmeinafræðingar héðan út til Tékklands að kynna sér starfsemi Cerebrum þar. Annar hluti verkefnisins var að semja handbók sem hægt væri að gefa út bæði á tékknesku og ensku. Afrakstur þeirrar vinnu kom út í síðasta mánuði Group Speech Therapy Handbook eða Handbók um hópþjálfun við tjáskiptavanda.

Höfundar handbókarinnar eru klínískir talmeinafræðingar Jana Horynová, Ph.D. og Michal Kraft.  Að auki voru tveir aukakaflar byggðir á íslenskum veruleika sem samdir voru af talmeinafræðingunum Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, M.Sc.; Helga Thors, Ph.D., CCC-SLP; og Anna Berglind Svansdóttir, M.S..

Handbókin er veitir ráð og innsýn til að bæta tjáskiptafærni og samskipti fullorðinna skjólstæðinga með ákominn heilaskaða og tengda mál- og máltruflun. Í inngangs- hluta handbókarinnar sagt frá hlutverki hópmeðferðar í endurhæfingu tal og máltruflana og settur fram rammi um skipulagningu þessa meðferðarforms.

Meginhluti handbókarinnar samanstendur af 17 köflum sem hver um sig setur fram skipulag eins hóptíma með ákveðnu þema. Þemun fjalla um mikilvæg og áhugaverð málefni sem tengjast einkalífi, tómstundum og atvinnulífi, auk áhugaverðra staðreynda um Tékkland og Ísland.

Höfundar vona að þessi handbók geti nýst talmeinafræðingum í starfi sínu og við þróun hópmeðferðar við tjáskiptavanda tengdum ákomnum heilaskaða. Verið er að skoða hvort hægt sé að þýða og staðfæra handbókina yfir á íslensku. 

Handbókina má einnig sækja hér: https://www.cerebrum2007.cz/wp-content/uploads/Prakticka-prirucka-skupinove-logopedie-web-ENG-verze.pdf 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur