Njáluferð HEILAHEILLA

Nú er komið að árlegri dagsferð okkar sem verður laugardaginn 12. ágúst 2006. Stefnt er að því að eiga góðan dag á Njáluslóðum með viðkomu í Hestheimum í bakaleiðinni.  Ætlunin er að mæta kl. 10 Hátúni 12, húsi Sjálfsbjargar og fara þaðan með rútu.  Keyrt verður svo austur að Hvolsvelli og komið við á  Sögusetrinu. Farið þaðan um kl. 11.30 að Kaffi Langbrók og snæddur hádegisverður (matur: kjötsúpa og kaffisopi) og haldið áfram um kl.12.45.  Síðan ekið inn Fljótshlíð, stoppað að Hlíðarenda, ekið að Rauðuskriðum, hjá Gunnarshólma og á Bergþórshvol.  Komið aftur að Sögusetrinu og það skoðað um kl.16.000.   Drukkið síðdegiskaffi í bakaleiðinni í Hestheimum og ef áhugi er fyrir hendi þá er hægt að fá að fara á hestbak.  Ekið til baka.

Í ráði er að í ferðinni verði, auk stjórnar- og framvarðarsveitar, erlendir gestir, þau Marilyn M. Rymer, Brain and Stroke Institute Saint Luke’s Hospital Professor, MD Medical Director Mid America, UMKC School of Medicine Kansas City, MO og hennar maður, sem er augnlæknir. Eru þau í boði Heilaheilla með leiðsögu Alberts Páls Sigurðssonar, taugasérfræðings. Kostnaður 4.500 kr. á mann (innifalið hádegisverður, sögusafnið og kaffisopi fyrir þá sem vilja og síðdegiskaffi) Rukkað í rútunni. Vinsamlegast látið vita um þátttöku í síma 897 0345 , 586 1744, 821 5174 sem fyrst og í netfang Heilaheilla er Heilaheill@heilaheill.is. Pantið núna!

Ferðanefnd Heilaheilla.

Vonandi sjáum við sem flesta.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur