Fulltrúi HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður, var viðstaddur ársfund Landspítalans 2018, er haldinn var miðvikudaginn 16. maí í Silfurbergi, ráðstefnusal Hörpu. Stemningin var þannig að engum dettur það í hug að aftur verði snúið með byggingu þessa sjúkrahúss á þeim stað sem stjórnvöld s.l. ár hafa ákveðið!! Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpaði fundinn, ásamt því sem forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson og María Heimisdóttur, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, fóru yfir rekstur spítalans og valda hápunkta í starfseminni. Einnig kynnti Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum nýjan samskiptasáttmála Landspítalans og starfsfólk heiðrað. Vakti það athygli viðstaddra að sérstakt “heilablóðfallssteymi”, sem Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir, Marianne E. Klinke hjúkrunarfræðingur taugasjúklinga, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga og Kristín Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur hafa kynnt á fundum HEILAHEILLA s.l. ár, – var heiðrað af yfirstjórn við góðar undirtektir. Í lok fundarins voru sýndar kvikmyndir er voru helgaðar uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.