Fjölmennur og reglulegur laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 4. febrúar í samkomusal félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu um félagið og svo var sýnd sjónvarpskvikmynd um heilablóðfallið, þar sem farið yfir áfall og endurhæfingu tveggja kvenna, þeirra Steinunnar Jakobsdóttur, húsmóður, og Guðbjargar Öldu Þorvaldsdóttur, arkitekts, við góðar undirtektir fundarmanna. Myndin sýndi að […]
Fjölsóttur fundur HEILAHEILLA var haldinn í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Þessir laugardagsfundir félagins, sem eru 1. laugardag hvers mánaðar, hafa notið mikilla vinsælda meðal félagsmanna og gestum þeirra, þar sem hvort tveggja, – fræðileg erindi og skemmtiatriði eru á boðstólum. Söng og leikkonan Sigrún Waage las ljóð og söng fyrir fundarmenn við góðar […]
Sigfús Helgi Kristinsson, meistaraprófsnemi í talmeinafræði vann við meistaraprófsverkefni sitt undir leiðsögn margra aðila og varði það 3. júní í Læknagarði, að viðstöddum fulltrúum HEILAHEILLA og fjölda manns. Kristinn Tómasson, læknir, prófaði Sigfús og gaf honum góð ummæli. Sigfús greindi m.a. frá því að öll vinna hafi gengið vel á öllum stigum verkefnisins, og þakkaði það m.a. […]
Vel hepnuð ráðstefna var haldin á Hótel Nordica Hilton 18.11.2015 þar sem þátttakendur ræddu fjögur áherslusvið stefnu í nýsköpun og tækni? í velferðarþjónustu. Ráðstefnuna sátu þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Baldur Kristjánsson, stjórnarmaður og kynnti formaðurinn meðal annars væntanlegt APP um slagið, sem félagið er í samstrafi við tölvufyrirtækið SPEKTRA ehf… Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra tók […]
Á undanförnum árum hafa fulltrúar HEILAHEILLA verið til staðar á B-2, Taugadeild Landspítalans, alla þriðjudaga yfir vetrarmánuðina frá kl.14:00-15:00 og þá líka á Grensásdeild alla fimmtudaga frá kl.13:30-15:30. Þarna eru einstaklingar til staðar er m.a. hafa farið í gegnum áfallið, endurhæfingu og aftur út í atvinnulífið á ný. Eru allir, sjúklingar, aðstandendur og fagaðilar er […]
Nú er framundan Reykjavíkurmaraþon og þegar er kominn metfjöldi hlaupara er stefna á þátttöku í maraþoni (42,2 km) en 1.037 hafa skráð sig í vegalengdina. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig í maraþon. 10 km hlaupið er vinsælasta vegalengdin líkt og undanfarin ár en rúmlega helmingur skráða þátttakenda stefnir á að […]
HEILAHEILL hefur komið á laggirnar sérstökum málstolshópi hvern mánudag kl.13-14, í Síðumúla 6, Rvík. undir stjórn Bryndísar Bragadóttur. Hafa þátttakendur lýst yfir mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag. Er markmiðið að rjúfa félagslega einangrun þeirra er hafa orðið fyrir málstoli með slagorðunum “Úr einangrun eftir áfall”. […]
“Við sem höfum fengið slag, heilablóðfall eða blæðingu í heila, vitumað það er mikil reynsla, bæði hvað varðar tilfinningarnar og taugakerfið. Þetta er mikið áfall og framtíðarplön breytast vegna persónuleikaröskunar sem maður verður fyrir. Það verður algert hrun á lífskeðjunni.” sagði Axel Sigurðsson, er fékk slag í september 2011. “Þá er manni tilkynnt af læknum, […]
Heilaheill á norðurlandi hélt slagdaginn 16. október á Glerártorgi. Aldrei hafa eins margir komið í mælingu eins og núna. Mikla lukku vakti þegar Lilli klifurmús og bakaradrengurinn úr Dýrunum í Hálsaskógi komu í mælingu eins og margir aðrir. Þetta var vel heppnaður dagur hjá okkur fyrir norðan. Við viljum minnna á að við höldum fund […]
Hinn árlegi viðburður, í lok hvers starfsárs, hefur stjórn félagsins gert með sér glaðan dag. Hafa stjórnameðlimir, sem og aðrir félagar er hafa lagt mikið af mörkum fyrir félagið, farið yfir farinn veg og komið saman, snætt og farið í leikhús. Í þetta skiptið var horft á einleikinn “Pabbinn” í Iðnó, við góðar undirtektir. Sjá […]