Nóvemberfundur HEILAHEILLA 2012

Góður “Nóvemberfundur” HEILAHEILLA var haldinn í morgun fyrir fullum sal í Borgarleikhúsinu. Á dagskrá voru, eftirsetningu Þóris Steingrímssonar formanns, þau Edda Þórarinsdóttir, Kristján Hrannar, Páll Einarsson, RAX [Ragnar Guðni Axelsson], Dr. Sólveig Jónsdóttir, Ómar Ragnarsson, Magnús Ólafsson og Katrín Júlíusdóttir, ráðherra. Eftir að hafa horft á listræn afrek RAX ljósmyndara,  kvikmynd og myndasafn, hafði Þórir […]

Þekktu púlsinn þinn!

Fagráð HEILAHEILLA, sem er skipað Alberti Páli Sigurðssyni, lækni sem er jafnframt formaður ráðsins, Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur, næringarfræðingi, Eddu Þórarinsdóttur, leikkonu, Marianne Elisabeth Klinke, taugahjúkrunarfræðingi og Þóri Steingrímssyni, formanni félagsins, stendur í ströngu þessa daganna við að undirbúa árlega SLAGDAGINN.  Hann verður haldinn í Kringlunni, Smáralindinni í Reykjavík og á Glérártorgi á Akureyri 27.10.2012 kl.13-16. […]

Þannig var land numið……!

Það var ekki í kot vísað þar sem Kjartan Ragnarsson, staðarhaldari Landnámsetursins í Borgarnesi, þekktur sem leikari og leikstjóri, tók á móti fjölmennum ferðahópi HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA, er lagði upp í sína árlegu sumarferð 2012.  Þar var farið með skemmtilegum hætti yfir sögu Borgarness og landnámi þar.  Af nógu var að taka.  Þegar ekið var […]

HEILAHEILL er ekki bara HEILAHEILL!

Vilný Reynkvist Bjarnadóttir er ötull félagi í HEILAHEILL, er fékk slag fyrir u.þ.b. 3 árum. Hún starfaði þá sem sjúkraliði og annaðist fólk. Hún segir að í fyrstu hafi sér verið brugðið og hætti störfum. Þá sagði hún að endurhæfingin hafi verið sér nokkuð erfið, “en þannig er það hjá öllum er verða fyrir áfalli.” […]

Akureyri sækir fram!

Fundur Heilaheilla á Norðurlandi var haldinn þriðjudaginn 10 apríl í Greifanum á Akureyri. Vel var mætt og margt spjallað. Það var sýnt myndband um pappalöggu, en hún var af formanni Heilaheilla.  Síðan var sýnt viðtal við Þórir Steingrímsson og Jón Hersir Elíasson sem var tekið árið 2006 og eftir það var sýnd stutt mynd af því þegar blóðtappi […]

Hár blóðþrýstingur er þögull áhættuþáttur!

Í febrúar síðastliðnum gafst mér færi á að sitja stofnfund félaga slagsjúklinga frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Finnlandi, í boði Heilaheillar. Það var sérlega ánægjulegt að fá tækifæri til að sitja þennan stofnfund og kynnast vinnu sem er í gangi hjá norrænu félögunum. Öll vinna þau að því að efla velferð og berjast […]

Undirbúningur í fullum gangi!

Fimmtudaginn 1. september hefst vetrarstarf HEILAHEILLA reglulega með fastri viðveru á Grensásdeild, alla fimmtudaga frá kl.14:00-16:00.  Nú geta allir slagþolendur og aðstandendur þeirra aflað sér upplýsingar um félagið á þessum tíma og gildir einu hvort þeir séu í meðferð á deildinni eða ekki.  Þeir Björn Sævar Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson verða fulltrúar félagsins og eins […]

Vaktmenn HEILAHEILLA

Þeir Björn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson, hafa verið virkir félagar eftir sín áföll og hafa að undanförnu verið á hverjum föstudegi til staðar á Grensásdeild frá kl.14:00-16:00á vegum HEILAHEILLA.  Þessi viðvera félagsins hefur mælst mjög vel fyrir, bæði meðal sjúklinga og ekki síður starfsfólks.  Þeir sem hafa áhuga á stöðu sinni eftir meðferð á deildinni […]

Málþing sveitafélaga í maí 2009

Þórir Steingrímsson tók þátt í málþingi, fyrir hönd HEILAHEILLA, á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, samgönguráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis 20.05.2009 á Hilton Hótel Nordica um flutning þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Rætt var um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga miðvikudaginn 20. maí 2009. Markmið málþingsins var að leiða saman faghópa, sveitarstjórnarmenn,  […]

Hollvinir Grensásdeildar veruleiki!

Miðvikudaginn 5. apríl 2006 héldu samtökin Hollvinir Grensásdeilar stofnfund sinn í safnaðarheimili Grensáskirkju klukkan 20:00 og gerðust margir stofnfélagar.  Gestir fundarins voru Siv Freiðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, er kvaðst hafa lært sjúkraþjálfun á Grensásdeild á þeim tíma er sundlaugin var tekin í notkun og Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, er las úr bók sinni “Afmörkuð stund”.  Að undirbúningi störfuðu […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur