Laugardaginn 12. ágúst héldu félagar Heilaheilla og gestir þeirra í reglulega sumarferð félagsins og þá til Vestmannaeyja í þetta sinn. Ekið var sem leið lá, í blíðskaparveðri, frá Reykjavík til Landeyjarhafnar. Þaðan var svo farið með Herjólfi, rúta og menn, og þegar út í eyjar var komið, var haldið beint á…
Merk ráðstefna norðurdeildar SAFE (North Cluster of Stroke Alliance for Europe), var haldin í Riga, höfuð-borg Lettlands 13. júní 2017, undir yfirskriftinni “Burden of Stroke” þar sem fulltrúar Norðurlandanna voru saman komnir, ásamt fulltrúum þarlendra. SAFE samanstendur af sjúklingafélögum 47 ríkja á Evrópsvæðinu og fullgildir meðlimir þeirra eru…
Heilaheill hefur um nokkurt skeið verið aðili að samtökum félaga slagþola í Evrópu sem kallast SAFE eða Stoke Alliance for Europe en þau samtök voru stofnuð í oktober 2004. Helsti hvatamaður að stofnuninni var Arne Hagen þáverandi formaður norsku samtakanna. Markmiðið með stofnun samtakanna var og er að sameina kraftana á evrópskum vettvangi og fá yfirvöld…
Félagar HEILAHEILLA gerðu sér glaðan dag laugardaginn 27. maí s.l. og fóru í góða dagsferð inn Eyjafjörð. Var Jólahúsið heimsótt og höfðu menn gaman að. Síðan var farið í Holtssel þar sem gæddu sér á veitingum. Þar var dvalið dágóða stund í góðu veðri . Síðan var…
Leikkonan Lilja Þórisdóttir heimsótti fjölmennan laugardagsfund Heilaheilla 6. maí 2017 að Sigtúni 42, Reyjavík og las úr bókinni Sjálfstætt fólk, eftir Halldór Kiljan Laxness, fyrir afar þakkláta áhorfendur. Valdi hún sérlega fallegan kafla og var gerður góður rómur að. Áður hafði Þórir Steingrímsson…
Heilaheillaráðið kom saman í húsakynnum sínum að Sigtúni 42, Reykjavík, 05.05.2017, þeim Gísla Ólafi Péturssyni, Kópavogi, er stýrir umræðunni; Lilju Stefánsdóttur, Reykjanesbæ; Sigríði Sólveigu Stefánsdóttur, Akureyri; Kolbrúnu Stefánsdóttur, Kópavogi; Bergþóru Annasdóttur, Reykjavík;…
Kynningarfundur um félagsdeild HEILAHEILLA á Akureyri var haldin 1. apríl á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Eftir skýrslu formanns, Þóris Steingrímssonar, kynnt Páll Árdal starfsemina á Akureyri. Situr hann í 5 manna stjórn félagsins er fundar reglulega með fjarsambandi til Akureyrar. Fór hann stuttlega yfir veikindi sín og sýndi sjónvarpsviðtal,…
Sigríður Sólveig Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á SAk, Akureyri og félagi HEILAHEILLA og Þórir Steingrímsson formaður, sátu stjórnarfund Nordisk Afasiråd í Stokkhólmi dagana 28. og 29. mars í fundaraðstöðu Afasiförbundet í Stokkholm í Svíþjóð. Á fundinum voru fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur…
Fróðlegur og áhrifaríkur félagsfundur var haldinn 11. mars s.l. í salarkynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Gestir fundarins voru þær Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi og leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Lolla. Að venju flutti formaðurinn Þórir Steingrímssson…
Eins og flestum er kunnugt er HEILAHEILL aðili að evrópskum samtökum SAFE (Stroke Alliance For Europe) og hefur tekið þáttí ráðstefnum og aðalfundum þess frá 2010. Félagið hefur m.a. tekið þátt í að upplýsa um rannsóknarverkefni á vegum samtakanna, sem hægt er að sjá á heimasíðunni undir hnappnum H2020. Nú…
Fjölmennur og reglulegur laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 4. febrúar í samkomusal félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu um félagið og svo var sýnd sjónvarpskvikmynd um heilablóðfallið, þar sem farið yfir áfall og endurhæfingu tveggja kvenna, þeirra Steinunnar Jakobsdóttur, húsmóður…
Fjölsóttur fundur HEILAHEILLA var haldinn í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Þessir laugardagsfundir félagins, sem eru 1. laugardag hvers mánaðar, hafa notið mikilla vinsælda meðal félagsmanna og gestum þeirra, þar sem hvort tveggja, – fræðileg erindi og skemmtiatriði eru á boðstólum. Söng og leikkonan Sigrún Waage las ljóð…
Laugardaginn 17, desember hélt HEILAHEILL sinn reglulega laugardagsfund sinn í húsakynnum sínum að Sigtúni 42, Reykjavík. Séra Baldur Kristjánsson hélt hugvekju í byrjun fundarins og hvatti menn til umhugsunar um náunagann og ekki væri viðhorf einstaklingsins hið sama og annarra. Að þessu loknu flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson stutta skýrslu um…
Kolbrún Sefánsdóttir, varaformaður HEILAHEILLA var kosin í stjórn á aðalfundi SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Amsterdam nú á dögunum. Þórir Steingrímsson, formaður, gengdi þeirri stöðu s.l.tvö ár, en sagði af sér ásamt öðrum, vegna mikilla skipulagsbreytinga hjá samtökunum. Það er uppörvandi að vera…
Nokkuð stórt skref var stigið í þróun um NPA, þegar málþing var haldið var á vegum velferðar- ráðuneytisins í samvinnu við Verkefnisstjórn um NPA, tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð og fór fram á Icelandair Hotel Reykjavík Natura 17. nóvember sl. Formaður HEILAHEILLA sótti þingið og fylgdist með umræðunni…
Þröstur Leó fór á kostum er hann gerði Gísla á Uppsölum, Selárdal, góð og skemmtileg skil á fundi HEILAHEILLA laugardaginn 5. nóvember s.l.. Var þetta bráðskemmtilegt og fræðandi erindi um kynni hans af Gísla, en eins og mönnum er kunnugt er Þröstur uppalinn á Bíldudal, í nágrenni þessa einbúa. Þröstur kom…
Vakin er sérstök athygli á grein Björns Loga Þórarinssonar, í SLAGORÐI, blaði HEILAHEILLA sem er að koma út um þessar mundir. Þar sem kemur skýr sýn á það sem mestu máli skiptir er að meðferð sé veitt eins fljótt og unnt er menn fá slag, hvort sem um ræðir segaleysandi meðferð eða segabrottnám. Tafir stuðla að…
Félagið hefur gert sér far um að fylgjast með þróun mála bæði innanlands og erlendis. Stafrænt umhverfi til handa slagþolendum er að ryðja sér rúm um allan heim. Það hefur fylgst vel með því sem er að gerast bæði innan lands sem utan, en það er aðili að ÖBÍ; starfar með Hjartaheill og Hjartavernd; er í samráðshópi…
Fundur í Det Nordiske Afasiråd 13. og 14. september 2016 mætt frá Svíum: Lars Berge Kleber og Berit Robrandt Ahlberg, frá Dönum: Bruno Christiansen, fyrir hönd Finna: Tom Anthoni , fyrir Norðmenn: Hogne Jensen, Marianne Brodin og þeim til fullþingis Ellen Borge og fyrir hönd Íslands mættu Axel Jespersen og Bryndís Bragadóttir.Bruno fór yfir það sem Hjernesagen hafði…
Í Síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu í umsjá Hauks Haukssonar var Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður gestur þáttarins um kl.17:00 í dag. Var farið vítt og breytt um uppeldi Þóris, fyrri störf og skoðanir á þjóðmálum. Að lokum var rætt um útgáfu…
Fróðlegur “Laugardagsfundur” var haldinn 3. september í húskynnum félagsins í Sigtúni 42, Reykjavík. Þórir Steingrímsson, formaður félagins, bauð fundarmenn velkomna og fór stuttlega yfir stöðu félagsins og hvað væri framundan. Þá lagði hann áherslu á útkomu Heila-Appsins, sem hafði mælst mjög vel fyrir og væri…
Talsmenn HEILAHEILLA þeir Þórir Steingrímsson, formaður og Gísli Ólafur Pétursson, fv. stjórnarmaður og starfsmenn tölvufyrirtækisins SPEKTRA, þeir Björn Ingi Björnsson og Þór Haraldsson, fögnuðu fyrsta áfanga “Heila-Appsins” með fundi 16. ágúst. Voru þeir sammála um að viðtökurnar hafi verið…
Sumarferð HEILAHEILLA 2016 var farin frá höfuðstöðvum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík að morgni laugardagsins 13. ágúst. Fararstjóri var Bjarni Eiríkur Sigurðsson og var hann óþrjótandi viskubrunnur um staðhætti, menn og málefni Njálu. Ekið var til Selfoss, þar sem Björn Ingimarsson mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi…
Þau Lilja Stefánsdóttir, húsmóðir; RAX (Ragnar Guðni Axelsson) ljósmyndari og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA voru í viðtalsþætti hjá Sirrý á Hringbrautinni 27. júlí 2016. Fylgdu þau úr hlaði nýja heila-appinu, öryggistæki fyrir þá er kenna sér slags, beintengt við Neyðarlínuna 112. …
HEILAHEILLA er aðili að SAFE (Stroke Alliance For Europe) og stendur til boða að vera þátttakandi í rannsóknarverkefninu HORIZON 2020 á vegum samtakanna og Evrópusambandsins, sem fjármagnar ýmsa þætti í framkvæmdinni.Hefur félagið biðlað til opinberra aðila um að vera því innanhandar, sérstaklega þegar komið er að áætluninni…
Svæðisráðstefna SAFE (Stroke Alliance For Europe) yfir skandinavísku löndin, þ.e. norðurlöndin ásamt Eystrasaltsríkinu Litháen, var haldin 16. júní í Oslónú á dögunum. Þar mættu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður, Páll Árdal talsmaður Norðurdeildar félagsins á Akureyri og Magnús…
Sigfús Helgi Kristinsson, meistaraprófsnemi í talmeinafræði vann við meistaraprófsverkefni sitt undir leiðsögn margra aðila og varði það 3. júní í Læknagarði, að viðstöddum fulltrúum HEILAHEILLA og fjölda manns. Kristinn Tómasson, læknir, prófaði Sigfús og gaf honum góð ummæli. Sigfús greindi m.a. frá…
Merkur fundur um slagið var á Akureyri um helgina, er Páll Árdal forsvarsmaður félagins á Akureyri setti, nánar i Stássinu, Greifanum við Glerárgötu, sunnudaginn 22. maí s.l.. Þau Velgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra og alþingismaður, Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Friðriki Vagn Guðjónsson, endurhæfingalæknir…
Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, varaborgarfulltrúi og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar heimsótti Laugardagsfund HEILAHEILLA 7. maí s.l.. Eftir stutta skýrslu Þóris Steingrímssonar formanns um félagið, las leikkonan upp úr bók Ingólfs heitins Margeirssonar, Afmörkuð stund, við mikla kátínu fundarmanna. Eins og mönnum er kunnugt…
Eitt af meginverkefnum félagsins er að vera með forvarnarstarf á vinnustöðum og fimmtudaginn 14.04.2016 og var starfsfólki Vinnueftirlita ríkisins kynnt starfsemi og áætlun þess á þessu ári. Formaðurinn Þórir Steingrímsson flutti fyrirlestur er var sendur út til annarra starfsmanna úti á landi. Ræddi hann m.a. út frá sinni eigin reynslu af…
Fróðlegur “Laugardagsfundur” HEILAHEILLA var haldinn 9. apríl s.l. að Sigtúni 42, Reykjavík. Þórir Steingrímsson, formaður, hélt stutta tölu um félagsmál og stöðuna í samfélaginu. Eftir það tók Kristín Stefánsdóttir, formaður styrktarsjóðsins FAÐMS, til máls og greindi frá reynslu sinni af slaginu…
Aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn sunnudaginn 28. febrúar að Sigtúni 42, Reykjavík með beintengingu norður á Greifann á Akureyri. Eftir að formaðurinn Þórir Steingrímsson setti fundinn var samþykkt að Gísli Ólafur Pétursson væri fundarstjóri. Gengið var til dagskrár og flutti formaðurinn fundarmönnum skýrslu s.l. árs og Axel Jespersen, gjaldkeri…
Þetta er alþjóðlegt framtak kvenna, upprunnið í Bandaríkjunum og vekur athygli þeirra hér á landi til hjartasjúkdóma. Þessi samtök hér á landi hafa vinnuheitið HHH-hópurinn og hefur verið með árlegar skemmtanir. Hjartalæknirinn Þórdis Jóna Hrafnkelsdóttir formaður Go Red setti skemmtunina og svo komu þau Björn Thoroddsen…
Áhrifamikill félagsfundur var hjá HEILAHEILL laugardaginn 6, febrúar s.l. í samkomusal félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík, sem þær heimsóttu Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona og Sólveig Árnadóttir, rithöfundur bókarinnar “Með blóð á heilanum” og sögðu frá sinni reynslu. Þórir Steingrímsson, formaður…
Akureyringar hafa verið duglegir við að vera með félagsfundi á Greifanum á Glerárgötu fyrir slagþola, aðstandendur þeirra og fagaðila. Eru þessir fundir hugsaðir fyrir allt Norðurland, þar sem þeir eru miðsvæðis fyrir norðanmenn. Þeir hafa sýnt virkni félagsins með sínum jákvæðu störfum og markmiðum, sem er að ná til þeirra…
ActivABLES: Rýnihópar að nálgast einstaklinga og fjölskyldumeðlimi!Framundan er átakshópur í okkar norræna heilbrigðiskerfi sem er að skipuleggja rýnihópa fyrir rannsóknarverkefni undir ACTIVEables, þ.e.a.s. brydda upp á nýjungum (tæknilegum sem og öðrum) í endurhæfingu eftir heilablóðfall! Nú hafa talsmenn skipuleggjenda hér…
Fjölsótturfundur HEILAHEILLA var haldinn að Sigtúni 42, Reykjavík, samkvæmt venju á 1. laugardegi hvers mánaðar og var gerður góður rómur að. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA sagði bæði fjárhagslega og félagslega stöðu félagsins góða, þar sem það hefði burði í að taka þátt í samverkefnum…
Nú er það svo að við fórum þrír á ráðstefnu SAFE (Stroke accessoation in Europe) (Samtöl slagfólks í Evrópu) í október sl. . Undirritaður, Þórir Steingrimsson formaður Heilaheilla og Þór Garðar Þórarinsson sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu. Ráðstefnan var í Warsjá sem þýddi…
Laugardaginn 12.12.2015 hélt Kári Stefánsson, frakvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar opinn fræðslufund um heilann í blíðu og stríðu þar sem stofnunin er að rannsaka alzeimers, fíkn og geðklofa. Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingímsson var á fundinum ásamt öðrum félagögum og hlýddu á bráðskemmtileg erindi fyrirleara…
AFLÝSING VEGNA VEÐURS! Fundurinn er átti að vera laugardaginn 5. desember í Sigtúni 42, Reykjavík kl.11-13 er hér með aflýst! Næsti fundur verður auglýstur síðar! Ekki er forsvaranlegt að halda fund fyrir þá se eru misjafnlega á sig komnir eftir áfall í spáðu illviðri. Á undanförnum árum hafa komið fram margir listamenn er hafa…
Vel hepnuð ráðstefna var haldin á Hótel Nordica Hilton 18.11.2015 þar sem þátttakendur ræddu fjögur áherslusvið stefnu í nýsköpun og tækni? í velferðarþjónustu. Ráðstefnuna sátu þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Baldur Kristjánsson, stjórnarmaður og kynnti formaðurinn meðal…
Nýr neyðarhnappur?! HEILAHEILL verður með sitt framlag til nýsköpunar! Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina? Málstofa á Hótel Hilton í Reykjavík 18. nóvember 2015. Á vinnustofunni „Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina – nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu“ sem haldin verður 18….
Á ráðstefnu SAFE í Warsaw, Póllandi, sem þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, Baldur Kristjánsson, stjórnarmaður félagsins og Þór Garðar Þórarinsson, starfsmaður Velferðarráðuneytisins sóttu komu fram ýmsar nýungar, sem þeir voru sammála um að myndu gagnast okkur Íslendingum vel. Margir fyrirlestrar voru…
Laugardaginn 17. október s.l. hélt Íslensk erfðagreining ráðstefnu ásamt Hjartaheill um hjörtu mannana í húsakynnum sínum við Sturlugötu í Reykjavík. Fyrirlesararnir voru ekki af verra taginu og fór Kári Stefánsson fyrir í þeim hópi, en með honum voru þau Hilma Hólm frá Íslenskri erfðagreiningu, Davíð O Arnar og Guðmundur…
Að vanda voru Akureyringar með sinn reglulega “Þriðjudagsfund” í Stássinu á Greifanum á Glerárgötu s.l. þriðjudag. Var þetta fyrsti fundurinn á þessum vetri.Hafa þessir fundir verið jafnan vel sóttir af slagþolendum, aðstandendum þeirra svo og fagaðilum. Menn hafa lagt leið sína alla leið frá Húsavík og Ólafsfirði…
Aðalfundur ÖBÍ var/og haldinn (fundarhlé til þriðjudagsins 7. október) að Hotel Hilton Nordica í Reykjavík og rúmlega 100 fulltrúar félaganna sátu hann. Félögin eru 37 og eru skjólstæðingar þeirra því nokkuð margir. Gengið var til dagskrár og mæltist mönnum vel er stjórnin gaf skýrslu um störf sín…
Það var nóg að gera hjá formanninum Þóri Steingrímssyni í þessum mánuði, þar sem hann situr í stjórn SAFE (Stroke Alliance For Europe) og fylgist vel með hvaða þjónustu slagþolendur fá í þeim ríkjum sem eru með aðild að samtökunum, – en þau eru 26 og verða sennilega 30 í lok nóvember. Alls eru 47 ríki innan…
Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Páll Árdal, talsmaður og forsvarsmaður norðurdeildar félagsins á Akureyri, fóru í byrjun september á svæðisbundna ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe) er nefnist Slagforening i Norden í Malmö, Svíþjóð, og fylgdust með hvað hætti framvindan væri með nýungar innan Norðurlandanna…
Stjórn Nordiska Afasirådet kom saman í Osló um miðjan mánuðinn og sátu þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Axel Jespersen fulltrúi félagsins um málstol. Stjórnarfundinn sátu auk þeirra Bruno Christiansen (Danmörk) Ellen Borge, Lisbet Eide og Marianne Brodin (Noregur) Lars Berge-Kleber og Ann Ander (Svíþjóð) og Tom Anthoni (Finnland). Voru…
Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, hafð flutt skýrslu um stöðu félagsins í dag og svaraði hann fyrirspurnum fundarmanna um starfsemina. Þórir lagði áherslu á mánudags- og þriðjudags sjálfseflingarfundi félagsins, sem eru vikulega frá kl.13-15. Eftir það tóka annað við. Að verða fyrir tveimur áföllum…
Við þökkum Dagnýju Bergþóru Indriðadóttur, Einari Ólafssyni og Davíð Arnari Einarssyni kærlega fyrir að hafa safnað í Reykjavíkurmaraþoninu 2015 á annað hundrað þúsund króna fyrir HEILAHEILL. Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir og er uppörvandi fyrir þá er starfa fyrir félagið, Vakin ar athygsli á starfsemi félagsins…
Allt frá árinu 2011 hefur HEILAHEILL verð í erlendu samstarfi er hefur fært félaginu mikla þekkingu. Mörg önnur sjúklingafélög hafa það á stefnuskrá sinni að efla erlent samstarf og hefur það einnig gefið þeim mikinn styrk. Á fundi stjórnar SAFE (Stroke Alliance For Europe), bauð HEILAHEILL (Ísland) sig fram, ásamt öðrum þjóðum…
Eins og verið hefur verið s.l. 10 ár verður hin árlega sumarferð félagsins til Skóga undir Eyjafjöllum. Þetta hafa verið eftirminnilegar sumarferðir og hefur þátttaka verð afar góð og eftirminnileg þeim sem fóru. Á seinni árum var ákveðið að vera í samfloti með Hjartaheill og núna hefur Hugarfar bæst í hópinn. Kostnaðinum…
Á afmælisfundi HEILAHEILLA 16. maí s.l. fundaði stjórn félagsins skömmu áður og voru magar veigamiklar ákvarðanir teknar. Það var margt um manninn á 20 ára afmælinu og eftir kynningu Páls Árdals, talsmans Norðurdeildar félagsins, sem staðsett er á Akureyri, tók formaður félagsins, Þórir Steingrímsson við og sagði sína…
Afmælisfundur HEILAHEILLA verður á Akureyri laugardaginn 16. maí á Hótel KEA laugardaginn kl.14-16. Kynnir verður Páll Árdal, forsvarsmaður HEILAHEILLA á Akureyri, Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir á Kristnesi og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHELLA flytja erindi. Fjallað verður um slagið (heilablóðfallið) á léttum nótum undir slagorðnum…
Gamalgróinn félagi og stofnandi HEILAHEILLA (Félags heilablóðfallsskaðaðra) Brynjólfur Sveinbergsson, fyrrum mjólkurbússtjóri á Hvammstanga heimsótti formanninn Þóri Steingrímsson á heimili hans fyrir skömmu. Brynjólfur kvaðst hafa fengið slagið á árinu 1994 og var undir góðri handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga og…
Velheppnaður 20 ára afmælisfundur félagsins var haldinn 2. maí á fyrir fullu húsi á Grand hótel við góðar unditektir fundargesta.Hélt félagið upp á 20 ára afmæli sitt 2. maí s.l. á Grandhóteli við fjölmenni. Eftir setningu formannsins kom Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins og flutti félaginu góðar kveðjur og hélt…
Afmælisfundur HEILAHEILLA verður á 4. hæð í Háteig á Grand hótel 2. maí 2015 kl.13-16. Okkur þætti vænt um að sjá þig og þiggja léttar veitingar með okkur. Aðgangur ókeypis og takið með ykkur gesti. Á dagskrá eru Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHELLA Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, Elías…
Heilaheill á norðurlandi hélt sinn mánaðarlega fund þriðjudaginn 14. apríl á Greifanum. Rætt var um sumarferð í sumar og var ákveðið að fara safnahring í Eyjafirði. Það þarf að ákveða á næsta fundi hvenær verður farið og hvað skoðað. Næsti fundur verður þriðjudaginn 12. maí á Greifanum og mun Heilaheill…
Öryrkjabandalagið fundaði um síðustu helgi um sín stefnumál og má segja að þar hafi verið unnið mikið verk. Það var jákvæð setmning og þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Axel Jespersen, aðalmaður félagsins í stjórna ÖBÍ o.m.a. fulltrúi í kjarahópi samtakanna, sátu stefnuþingið…
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat annan fund nýkjörinnar stjórnar SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Barcelona 7.-8. apríl. Á fundinn komu stjórnarmenn hvaðanæva úr Evrópu, m.a. frá Ítalíu, Spáni, Bretlandi, Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Hollandi og víðar. Aðildarfélögin eru mörg með…
Miðvikudaginn 25. mars funduðu nokkrir fulltrúar aðildarfélaga SAMTAUGAR, (Samstarfshóps félaga taugasjúklinga: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Ísland) Þórir Steingrímsson, Pétur Ágústsson, Fríða…
Aðalfundur HEILAHEILLA verður á morgun sunnudaginn 1. mars kl.13:00 í nýju og glæsilegu húsnæði ÖBÍ (Öryrkjabandalagi Íslands) að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Öll aðstaðaer á jarðhæða og þess er gætt að það sé aðgengi fyrir alla. Félagið hefur um árabil verið með aðstöðu í Síðumúla…
Sunndudaginn 22. febrúar tók félagið þátt í Go Red á Íslandi í Síðumúla 6, 108 Reykjavík og þar sem tekið var á móti fólki, sérstaklega konum, og fóru fram m.a. blóðþrýstingsmælingar o.fl.. Sjálfboðaliðar HEILAHEILLA voru á staðnum og afhentu bæklinga. HEILAHEILL hefur árlega þekið…
HEILAHEILL tekur þátt í fræðsluátaki er varðar hjartaskúkdóma er geta leitt til slags, þ.e. heilablóðfalls. Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta hjá konum eftir 50 ára aldur, eins og hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Með hollu mataræði…
Á Norrænni ráðstefnu, þar sem fulltrúum HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni formanni og Páli Árdal meðstjórnanda var boðið til, 5. Nasjonale konferanse om HJERNESLAG í Osló 12-13 febrúar 2015, komu fram athyglisverðar nýungar er vöktu mikla athygli. Fyrir utan afar fróðleg og fræðileg erindi er voru flutt, þ.á.m. um mörg ný tæki…
Slagþolendur á Norðurlandi komu sér saman, þeir sem áttu heimangengt, á Greifanum á Akureyri í gær. Þarna hittust slagþolendur, aðstandendur og fagaðilar og áttu góða stund saman undir kaffibolla. Þau Páll Árdal s:691 3844 og Helga Sigfúsdóttir hafa haldið vel á málum á Norðurlandinu og eru fús til ráðgjafar…
Á laugardagfundi HEILAHEILA flutti Þórir Steingrímsson, formaður stutta skýrslu um félagið og hvaða tilgangi það þjónaði fyrir slagþolendur hér á landi. Þá tók Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans og fyrrum aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2009-2013 til máls og sagði sína…
Góð stemning var á reglulegum þriðjudagsfundi HEILAHEILLA er nokkrir félagar HUGARFARS komu. Nokkrir hjúkrunarfræðinemar og kynntu að fyrir næstu helgi ætlar hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÁSKÓLA ÍSLANDS vera með kynningardag, hjúkrunarfræðinema sem þeir kalla “Á krossgötum”, í Háskóla íslands…
Nú hefur félaginu borist liðsauki þar sem Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrum aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra (Guðbjarts Hannessonar 2009-2004) og aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala. Hún hefur tekið að sér Go Red-tengsl félagsins, en um er að ræða samstarfshóp Hjartaheilla, Heilaheilla og Hjartaverndar,…
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn jólafund þriðjudaginn 9. desember á Stássinu á Greifanum. Mjög góð mæting var og gerðu menn vel að veitingunum sem voru í boði Heilaheill Ísland. Svanur Johannsson, einn dyggur félagi sem ætlaði að vera á fundinum og segja frá ferð sinni til Bandaríkjanna í haust, komst ekki vegna veðurs,…
Það var góð og hugljúf stemning á jólafundi HEILAHEILLA laugardaginn 6. desember 2014, þegar þau Kristbjörg Kjeld, leikkona, og séra Baldur Kristjánsson ávörpuðu fundarmenn. Veitingar voru ekki af verra taginum, þar sem jólaljósin loguðu á hverju borði og jólakökurnar smökkuðust vel. Haflína Breiðfjörð stýrði kaffiveitingum…
Undirritaður hélt ásamt Þóri Steingrímssyni formanni Heilaheilla til Helsinki mánudaginn 3ja nóv. sl. og komum við heim föstudaginn 7unda sama mánaðar. Farið var að til að sitja tvær stefnur. Báðar tengdust ,,Stroke Alliance For Europe“ sem gæti útleggst ,,Slagbandalag Evrópu“. Hin fyrri var ráðstefna með þáttöku SAFE eins og Stroke…
Það var glatt á hjalla á fundi HEILAHEILLA nú í morgun, 1. nóvember 2014, á tónleikum Björns Thoroddsen, gítarleikara. Fundarmenn skemmtu sér konunglega, þegar hann fór yfir skalann á gítarnum og hafði með sér “Invisiable band” (ósýnilega hljómsveit) þar sem hann lék svo af mikilli snilld á gítarinn að eins um stærri…
Á laugardaginn ætlar Björn Thoroddsen, gítarleikari, að heimsækja félagsmenn og gesti þeirra í Síðumúla 6, 108 Reykjavík kl.11:00! Þetta er kærkomið tækifæri fyrir félagsmenn og alla tónlistarunnendur að hlýða á þennan snilling og njóta listar hans. Það þarf ekki að kynna Björn fyrir félagsmönnum…
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn fyrsta fundvetrarins þriðjudaginn 14 október. Vel var mætt og sagt var frá komu formanns HEILAFÉLAGSINS í Færeyjum, Bjarne Juul Petersen. Einnig var sagt frá ferð Páls Árdals og Þóris Steingrímssonar formanns Heilaheilla til Noregs á ráðstefnu Slagforeningerne i Norden í Gardemoen, í Osló, Noregi 11.-12…
Heilaheill hélt ráðstefnu á Hótel Sögu laugardaginn 10. október í tilefni af norræna málstolsdeginum, en félagið er aðili að Nordiske Afasirådet. Fulltrúi félagsins, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, hélt utan í september s.l. og sat stjórnarfund þess. Lögð var áhersla á að hvert aðildarland gerði eitthvað á…
HEILAHEILL verður með málþing/starfaþing um talörðugleika, – málstol skjólstæðinga félagsins o.fl. að Hótel Sögu föstudaginn 10. október n.k. frá kl.13-17 og langar okkur að sem flestir taki þátt! Þetta þing er öllum opið og ókeypis þátttaka! Heilaheill; Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök…
Sigurður Skúlason, leikari, heimsótti HEILAHEILL á venjubundnum laugardagsfundi félagsins 4. október s.l. í Síðumúla 6, Rvík.. Aða vanda var þessi fundur góður og las hann úr verkum Gyrðis Elíassonar við mikla hrifningu fundarmanna. Eftir stutta kynningu Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, spjallaði Sigurður við fundarmenn og fór stuttlega…
Á dögunum heimsótti Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Eirbergi, við Eiríksgötu ásamt öðrum fulltrúum sjúklingafélaga. Umræðurnar voru góðar og margar fyrirspurnir lagðar fram. Undanfarin ár hefur þessum félögum verið boðið til þátttöku…
Guðrún Torfhildur Gísadóttir, gjaldkeri fór til Kaupmannahafnar á stjórnarfund hjá Nordisk Afasiråd en það eru norræn samtök fyrir þá sem hafa fengið málstol. Fundurinn var haldinn hjá dönsku samtökunum Hjernesagen í Höje Taastrup í Kaupmannahöfn. Fyrir utan venjuleg stjórnarstörf þá var farið yfir þau verkefni sem…
Haldin var ráðstefna salgþolenda á Norðurlöndum, Slagforeningerne i Norden í Gardemoen, í Osló, Noregi 11-12 september 2014. Þátttakendur voru Marika Railila og Liisa Koivula frá Finnlandi; Sven Andreason og Allan Hedlund frá Svíþjóð; Arne Hagen, Kjetil Gaarder og Grethe Lunde frá Noregi; Ann Hovland og Johan Petersen frá Færeyjum og þeir Þórir Steingrímsson…
Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikkona, heimsótti félagsfund HEILAHEILLA laugardaginn 6. september sl. og las upp úr bókinni “Heimanfylgja”, er fjallar um uppvöxt Hallgríms Péturssonar á Hólum í Hjaltadal upp úr aldamótum, í tengslum við Guðbrand biskup Þorláksson, sem er þekktastur er fyrir Guðbrandsbiblíu. Lýsti hún á…
Á undanförnum árum hafa fulltrúar HEILAHEILLA verið til staðar á B-2, Taugadeild Landspítalans, alla þriðjudaga yfir vetrarmánuðina frá kl.14:00-15:00 og þá líka á Grensásdeild alla fimmtudaga frá kl.13:30-15:30. Þarna eru einstaklingar til staðar er m.a. hafa farið í gegnum áfallið, endurhæfingu og aftur út í atvinnulífið…
Mánudaginn og þriðjudaginn s.l. hófust vikulegir sjálfseflingarfundir HEILAHEILLA niðri í Síðumúla 6 og var vel sóttur að vanda. Fór vel á með fundamönnum er voru í því að undirbúa veturinn og það var mikil stemning í mannskapnum. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, flutti stutta skýrslu og sagði hvað væri…
Nú er vetrardagskrá HEILAHEILLA að byrja frá 1. september til 31. maí og eru allir hvattir til að taka þátt! Félagið er með aðstöðu í Síðumúla 6, 108 Reykjavík II. hæð, gengið inn austanverðu (lyfta).Reykjavík 1. LaugardagsfundirKl.11-13 – Fyrsta laugardag hvers mánaðar eru félags- og fræðslufundir…
Fulltrúar HEILAHEILLA, þau Guðmundur Guðjónsson, Þór Sigurðsson, Gísli Ólafur Pétursson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Þórir Steingrímsson og Anna Sveinbjarnardóttir kynntu félagið í Laugardalshöllinni 21-22 ágúst s.l. fyrir þátttakendum, hlaupurum og gestum er komu þar inn til undirbúnings maraþonkeppninnar. …
Nú fer að nálgast Reykjavíkurmaraþonið og ætlar Pétur Sturla Bjarnason, Íslandsmeistari í maraþoni 2013, er hljóp í fyrra á 2:46:51, að hlaupa núna fyrir HEILAHEILL og eru allir, félagar sem og aðrir er vilja styrkja gott málefni, hvattir til að heita á hann! Þegar hafa menn brugðist við og lét Gísli Ólafur Pétursson, framhaldsskólakennari…
Nú er framundan Reykjavíkurmaraþon og þegar er kominn metfjöldi hlaupara er stefna á þátttöku í maraþoni (42,2 km) en 1.037 hafa skráð sig í vegalengdina. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig í maraþon.10 km hlaupið er vinsælasta vegalengdin líkt og undanfarin ár en rúmlega helmingur skráða…
Hið árlega sumarferðalag félaga HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA hófst að morgni 14. júní s.l. frá Síðumúla, höfuðstöðvum félaganna, vestur í Dali. Leiðsaga var ekki af verri endanum þar sem Árna Björnsson þjóðháttarfræðing var að finna. Það kom heldur ekki að sök að hann er einnig ættaður úr Dölum…
Formaður félags slagþolenda í Færeyjum, HEILAFÉLAGSINS, Bjarne Juul Petersen kom til landsins 10. júní s.l.. Hitti hann þar fyrir Þóri Steingrímsson, formann HEILAHEILLA og Pál Árdal, talsmann félagsins á Akureyri. Var tilgangurinn sá að kynna sér aðstæður er varðar bráðameðferð heilablóðfallssjúklinga, frumendurhæfingu…
Nú fer að líða að hinni árlegu sumarferð HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA og stefnt er á Dalina þetta árið. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur verður með í för og fræðir ferðalanga um söguslóðir Laxdælu og Sturlungu. Þetta hafa verið eftirsóknarverðar ferðir fyrir félagsmenn og nú er tækifæri…
Aðalfundi HEILAHEILLA lauk föstudaginn 6. júní og ný stjórn kosin. Þórir Steingrímsson, formaður, bauð fundarmenn velkomna og lagði til að Tryggvi Friðjónsson yrði kosinn fundarstjóri og Gísli Ólafur Pétursson, fundarritari. Var það samþykkt og tók Axel Jespersen, einn nefndarmanna “3ja-manna sáttarnefndar” til máls og fylgdi…
HEILAHEILL var með kynningu á ráðstefnu á vegum Velferðarráðuneytisins um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu er haldin var í Hofi á Akureyri 4.–5. júní s.l.. Á ráðstefnunni kynntu fulltrúar félagsins á Akureyri málefni félagsins er varðar málstol eftir heilablóðfall í svokölluðu “Lausnargallerí“…
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, var gestur í boði Heilafélagsins í Færeyjum, félags þarlendra slagþolenda rétt fyrir mánaðamótin. Tekið var á móti honum með kostum og kynjum og var hann viðstaddur aðalfund Heilafélagsins, þar sem mikill samhugur ríkti með félagsmönnum og var auðsjánlegt að þetta litla samfélag…
Laugardaginn 8. mars var haldinn aðalfundur HEILAHEILLA fyrir fullu húsi, með beintengingu á Skype við fundarsal á Akureyri, undir fundarstjórn Péturs Guðmundarsonar hrl., með fulltingi Páls Árdal á Akureyri. Gerð var grein fyrir stöðu félagsins og starfseminni s.l. ár og framlagðir endurskoðaðir reikningar, ervoru samþykktir. Þá var gengið til formannskosninga…
GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómum. GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation og hófst á Íslandi 2009. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg…
Laugardaginn 15.02.2014 var formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, boðið að kynna félagið í hádegisverði hjá klúbbi er heitir K-21 á Kringlukránni. Er hér um að ræða “reglu” er 21 meðlimur skipa, er standa að ýmsum góðgerðarmálum. Klúbburinn K-21 mun vera hópur framtakssamra manna og er u.þ.b. 40 ára…
Páll Árdal fór á vegum Heilaheilla á Norðurlandi á fund með nemum í framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum á Akureyri 11.02.2014. Nemendurnir eru allir í framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum og tilheyra ýmsum fagstéttum, s.s. hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Á fundinum var einnig aðili…
Miðvikudaginn 29.01.2014 sátu saman til skrafs og ráðagerða fulltrúar aðildarfélaga SAMTAUGAR, samtök taugasjúklinga, [Félags MND-sjúklinga, Heilaheilla, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, MG-félags Íslands, MS-félags Íslands og Parkinsonssamtakanna á Ísland] þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Sigurður Jónsson félagi…
Heilaheill á Norðurlandi hefur haldið fundi annan þriðjudag hvers mánaðar frá haustinu. Á þriðjudaginn 21 janúar var fyrsti “þriðjudagsfundurinn” eftir áramót haldinn á Greifanum, viku seinna en vanalega vegna handboltans. Næsti fundur verður haldinn annan þriðjudag í febrúar þann 11. á Greifanum á sama tíma og áður, kl 18. á…
Nú fer að líða að jólum og allir komnir í hátíðarskap, a. m. k. þeir sem eru hópstarfi HEILAHEILLA. Eins og myndirnar sýna þá var gleði og gaman. Eins og menn vita að þá eru svona hópar félagsins starfandi yfir vetrarmánuðina, frá 1. september til 1. júní. Í Reykjavík um málstol hvern mánudag kl.13-14 og svo fyrir…
HEILAHEILL hefur komið á laggirnar sérstökum málstolshópi hvern mánudag kl.13-14, í Síðumúla 6, Rvík. undir stjórn Bryndísar Bragadóttur. Hafa þátttakendur lýst yfir mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag. Er markmiðið að rjúfa félagslega einangrun þeirra er hafa orðið fyrir málstoli með slagorðunum…
Miðvikudaginn 30. október hélt stjórn HEILAHEILLA stjórnarfund, með tengingu norður á Akureyri, þar sem tekin var ákvörðun um þátttöku félagsins í Nordisk Afasirådet, sem eru samnorræn samtök málstolssjúklinga. Á fundinn kom Þór Þórarinsson, sérfræðingur á skrifstofu Velferðarráðuneytisins…
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, hélt fyrirlestur um slagið hjáKiwanisklúbbnum JÖRFA í Reykjavík á Broadway 21 október sl.. Greindi hann frá reynslu sinni á áfallinu og endurhæfingu, en það eru liðin rúmlega 9 ár síðan það gerðist. Kynnti hann HEILAHEILL og með hvaða hætti félagið stendur…
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn mánaðarlega fund á Greifanum þriðjudaginn 8 október 2013. Vel var mætt og mikið spjallað. Ákveðið var að þeir sem hefðu tök á myndu koma á Glerártorg 26. október kl. 13.00 -16.00 og hjálpa til á “Slagdaginn”. Næsti fundur verður þriðjudaginn 12. nóvember á Greifanum…
14. september síðastliðinn efndu Söguferðir til jómfrúarferðar á íslenskar söguslóðir. Það þarf ekki að koma á óvart að Njála varð fyrir valinu. Sú ferð var undir leiðsögn sagnaþulsins Bjarna Eiríks Sigurðssonar (rithöfundar, fararstjóra og félaga í HEILAHEILL) og gat því tæpast gengið öðruvísi…
Formaður HEILAHEILLA Þórir Steingrímsson sótti stjórnarfund Nordiske Afasirådet í Kaupmannahöfn, dagana 23.-24. september s.l. sem sérstakur gestur fundarins, er var haldinn í veglegum húsakynnum Dansk Handicap Forbund i Høje-Taastrup. Fundinn sátu fyrir Damörk, Lise Beha Erichsen, framkvæmdastjóri Hjernesagen og Bruno Christiansen; Ellen Borge og Karianne Berg fyrir Noreg; Marika Railila…
Þar sem ekkert lát á því að fólk fær slag hér á landi, eða nær því 2 á dag, þá bætast alltaf nýir félagar í hóp HEILAHEILLA. Það sannaði sig á Akureyri, á fundi 14. september s.l. er nýir félagar mættu. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson flutti fyrirlestur um starfsemi félagsins…
Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður og “orkubolti”, hefur stundað sund og líkamsrækt með reglubundnum hætti sl. tugi ára. Hann var staddur snemma morguns í lok síðasta mánaðar í Kópavogssundlaug, er hann fann allt í einu aflið þverra í hægri hendi. Hann fór því uppúr og reyndi líkamsæfingar við íþróttagrindur…
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, hélt fund með félögum á kaffistofunni Salt Café Bistro á Egilsstöðum 29.07.2013, er hann var staddur þar eystra. Blaði félagsins “Slagorð” og “Slagkortinu” var dreift meðal gesta og var gerður góður rómur að. Mikil bjartsýni var með félagsmönnum og fannst þeim að félagið ætti…
Það er ástæða að óska félögum HEILAHEILLA og landsmönnum öllum til hamingju með þetta blað, “Slagorð” sem er vel vandað blað og ekki skemmir það fyrir að forsíðumyndin er eftir RAX (Ragnar Guðna Axelsson) ljósmyndara. Eiga allir þökk fyrir sín framlög við að gera þessa útgáfu að veruleika og eru orð ritstjórans…
Stjórnarmeðlimur HEILAHEILLA, Særún Harðardóttir, sópran söngkona, er þriggja barna fertug móðir. Fyrir 6 árum fékk hún heilablóðfall, lamaðist að hluta og hefur þurft að lifa með smávægilegum afleiðingum áfallsins. Þess vegna þekkir hún baráttuna í endurhæfingunni af eigin raun sem flestir félagar HEILAHEILLA kannast…
Lagt var af stað frá umferða miðstöðinni á Akureyri og haldið á Safnasafnið á Svalbarðströnd, margt var þar að sjá og höfðu menn gaman af heimsókninni. Síðan var haldið að Sólgarði í Fnjóskadal og teknir upp tveir félagar sem komu með í ferðina. Goðafoss var næstur á dagskrá og hann skoðaður, var…
Laugardaginn 8. Júní 2013 héldu félagar HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA á Njáluslóðir í Fljótshlíð. Fararstjórn var ekki af verri endanum, þar sem hún var í traustum höndum Bjarna Eiríks Sigurðssonar, félaga í HEILAHEILL, er býr að Torfastöðum, Fljótshlíð. Fór hann með ferðalanga er voru hátt í…
Heilaheill á Norðurlandi hélt síðasta fund vorsins á Greifanum þriðjudaginn 14. maí, eftir mikinn snjóavetur og var mjög góður, menn spjölluðu um margt. Rætt var um ferð Heilaheilla á Norðurlandi er verður farin laugardaginn 8. júní. nk. Lagt verður af stað kl. 10.00 og farið verður í Mývatnsveit. Komið verður við í…
Mikil eftirspurn hefur verið um hina árlegu sumarferð HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA í Reykjavík. Nú er búið að ákveða hana. Farið verður á Njáluslóðir, í heimsókn á Torfastaði í Fljótshlíð, ferðin með með nokkru nýju ívafi, þar sem Bjarni Eiríkur Sigurðsson, félagi í HEILAHEILL og höfundur…
Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 4 maí 2013. Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður, kynnti félagiðsöng Edda Þórarinsdóttir, leikkona, ásamt félögum sínum, en þau kalla sig “Fjögur á palli”. Sungu þau og spiluðu lög sem alþjóð kannast við. Þá…
Reglubundni þriðjudagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 30.04.2013 að Síðumúla 6, Reykjavík við góða þátttöku. Sérstakur gestur fundarins var Sigríður Magnúsdóttir, talmeinafræðingur, er flutti fyrirlestur og svaraði fyrirspurnum. Í ráði er að hafa svo einn fund sem slíkan þriðjudaginn 28. maí nk. með fagaðila og geta…
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn mánaðarlega fund þriðjudaginn 9 apríl á Greifanum. Vel var mætt og fengu menn sér góðan mat að borða. Ákveðið var að fara í ferð í Mývatnssveit og skoða þar Dimmuborgir, fara að Dettifossi og aka niður í Kelduhverfi og koma svo við á Húsavík á heim leið. Nákvæm…
Hinn reglulegi “þriðjudagsfundur” HEILAHEILLA [sjálfsefling/valdefling] var haldinn 2. apríl sl. í húsakynnum félagsins að Síðumúla 6, Reykjavík. Þessi fundur var þó sérstakur þar sem fagaðili úr heilbrigðiskerfinu og félagi HEILAHEILLA, Arndís Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari og starfsmaður á Grensásdeild, ræddi…
Eins og tekið hefur verið eftir er starfsemi Akureyringa með blóma fyrir norðan. Meir og meir eru heilaslagsþolendur, fyrir norðan, farnir að setja sig í samband við félaga HEILAHEILLA á Akureyri. Páll Árdal, einn af stjórameðlimum félagsins, hefur verið einn helsti tengiliður nýrra félaga og staðið að mestu fyrir starfseminni á Akureyri. Félagið…
Á frétttavefnum Vísi var viðtal við Maríu Ósk Kjartansdóttur 26 ára Keflvíkinging er með séríslenskan erfðasjúkdóm sem hún lætur ekki buga sig. Móðir hennar og systir létust báðar úr þessum hræðilega sjúkdómi. Hún fer þetta á þrjóskunni eins og hún segir sjálf. María…
Þó svo að fjárhagsstaða HEILAHEILLA sé bágborin um þessar mundir, er hugur í mönnum. Aðalfundur félagsins var haldinn fyrir fullu húsi með beinni tengingu við félaga á Akureyri, er sátu í veitingahúsinu Greifanum, Glerárgötu 20, Akureyri. Í upphafi fundar bauð Þórir Steingrímsson, formaður, fundarmenn velkomna. Að…
Fimmtudaginn 14. febrúar 2013 var haldinn alþjóðlegur Go Red dagur á vegum HHH-hópsins í verslunarmiðstöðinni Kringlunni, en það er samstarfsvettvangur Hjartaheilla, Hjartaverndar og Heilaheilla. Eiga allir miklar þakkir skilið er tóku þátt á óeigingjarnarnan hátt með sjálfboðastarfi sínu í að gera þennan dag sem veglegastan. Var…
Góður laugardagsfundur var haldinn í húsakynnum félagsins að Síðumúla 6, Reykjavík í morgun [laugardaginn 02.02.2013] og var fullt hús. Arnar Jónsson, leikari, kom í heimsókn og gerði nýsjötugur sínu “kvæðalífi” góð skil. Eftir skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, spiluðu og sungu þau Edda Þórarinsdóttir…
Heilaheill á Norðurlandi hélt fund á Greifanum þriðjudaginn 8 janúar. Þokkalega var mætt og komu nokkrir nýir á fundinn. Rætt var um að fara í ferð út á Flateyjardal í sumar, en ekkert var ákveðið. Þá var sýnd mynd um slag, er Stöð 2 gaf, og aðrar styttri. Næsti fundur Heialaheilla á Norðurlandi verður…
Á fjölmennum fundi, nær fullu húsi, HEILAHEILLA í dag að Síðumúla 6 Reykjavík, skemmtu Eddurnar, þær Edda Þórarinsdóttir og Edda Björgvinsdóttir, fundarmönnum við mjög góðar undirtektir. Þarna sannaðist það sem félagið stendur fyrir, að efla og styrkja þá er orðið hafa fyrir slagi, aðstandendur þeirra…
Þegar hátíðin er gengin í garð, um land allt, eru félagar HEILAHEILLA á Akureyri undir góðu yfirlætii á Greifanum á Glerárgötu, eins og sést hér á myndunum. Þeir koma þar alltaf saman annan hvern þriðjudag hvers mánaðar kl.18-19 og deila með sér reynslu sinni, þá með öðrum er hafa gengið í gegnum það…
Það er ekki á milli mála að þriðjudagsfundir HEILAHEILLA eru vinsælir meðal félagsmanna eins og myndirnar sýna. Það er mikill hugur í fólki og þau tengsl sem eru á milli þeirra og þeirra sem eru núna í bráðameðferð á spítala, eru mikil. Með vikulegri viðveru á Taugadeild Landspítalans, þriðjudaga kl…
Hin reglubundni “Laugardagsfundur” félagsins var haldinn 1. desember 2012, í Síðumúla 6, Reykjavík. Þar sem það nálgaðist aðventuna, var þessi fundur með jólaívafi. Þeir feðgar, Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, og Ari Eldjárn, uppistandari, skemmtu fundarmönnum undir yfirsskriftinni “Upplestur og uppistand” með eftirminnilegum hætti og stendur…
Þórir Steingrímsson, stjórnarmaður Heilaheilla, sat þing Sjálfsbjargar laugardaginn 5. nóvember 2005. Rætt var m.a. sjóferðir Kjartans á kajak umhverfis landið til styrktar samtökunum, húsnæðismál, stefnuskrá, uppbyggingu samtakanna á landsvísu o.s.frv. Einnig var rætt um hvað varðar alþjóðadag fatlaðra 3. des. n.k. er spurningin hvað Heilaheill hefur í hyggju á þeim degi. Um kvöldið var þesu lokið með haustfagnaði.