
Fyrsti “laugardagsfundur” félagsins á þessu ári var í húsakynnum félagsins 1. febrúar sl., góð aðsókn og með tengingu út á land! Gestur fundarins var Randver Þorláksson, leikari. Þórir Steingrímsson, formaður flutti fyrst erindi um “Líf eftir slag”, er var efni fundarins. Útskýrði hann umræður um málefnið, þar sem hann var nýkominn af ráðstefnu SAP-E í Sofi, Búlgaríu ásamt Dr. Marianne E. Klinke forstöðumanni fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga-sjúklinga á Landspítalanum. Fyrir dyrum væri svo önnur ráðstefna SAFE, í Prag um “Líf eftir slag”, og munu stjórnarmenn ætla að mæta á þá ráðstefnu og fylgjast með. Er verið að leggja áherslu á landsáætlun um slagið. Þá tók Randver Þorláksson leikari síðan við og fór á kostum í flutningi á “Gervilimrum” Gísla Rúnars Jónssonar heitins, – en hann var vinur þeirra beggja, Ranvers og Þóris. Að lokum spunnust umræður um fundarefnið og framtíðarhorfur í endurhæfingunni.