Reykjavíkurmaraþon 2008

Reykjavíkurmaraþon Glitnis 2008

Reykjavíkurmaraþon Glitnis 2008Eins og ykkur er kunnugt um verður Reykjavíkurmaraþon Glitnis þann 23.08.2008 og í tengslum við hlaupið gefst þá öllum starfsmönnum og viðskiptavinum GLITNIS tækifæri á að “hlaupa til góðs” þ.e. bankinn styrkir góðgerðarfélag að vali viðskiptavinar um ákveðna fjárhæð. Einnig gefst fyrirtækjum og einstaklingum sem ekki geta / kjósa að hlaupa en vilja láta gott af sér leiða tækifæri á að heita ákveðinni upphæð á hlaupara. Heilaheill er lítið félag slagsjúklinga [heilablóðfallsskaðaðra], aðstandenda þeirra og fagfólks. (www.heilaheill.is). Ef fram fer sem horfir stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis um næstu helgi. Skráningar í hlaupið hafa gengið vel og síðastliðinn föstudag, þegar um vika var til stefnu, höfðu liðlega 20% fleiri skráð sig en um svipað leyti í fyrra.

Áheitasöfnun í tengslum við hlaupara er í fullum gangi og mikilvægt að góðgerðarfélög veki athygli sinna félagsmanna á að hægt er að heita á hlaupara á www.marathon.is

Fjöldi manns styrkti HEILAHEILL á síðastliðnu ári með því að taka þátt í hlaupinu og hétu á þá sem hlupu og kann félagið þeim miklar þakkir fyrir. Nú er hafinn aftur undirbúningur að næsta hlaupi er verður laugardaginn 23. ágúst og er félagið búið að gera samning við Glitni um þátttöku. Eru félagar, sem og aðrir, hvattir að taka þátt.

Reykjavíkurmaraþon Glitnis 2008Glitnishetjur félagsins, þau Guðrún Jónsdóttir og Sigurður H Sigurðarson, munu vera í forsvari fyrir félagið í hlaupinu s:8247171 og s:8637255 og er hægt að sjá fréttamyndir af þeim hér á heimasíðunni undir „Video“. Forskráningu í Reykjavíkurmaraþonið lýkur að morgni fimmtudagsins 21 ágúst. Ef áhugasamir um þáttöku hafa ekki skráð sig fyrir þann tíma gefst þeim kostur á að skrá sig í Laugardalshöll, daginn fyrir hlaup þann 22. ágúst frá klukkan níu árdegis til níu um kvöldið. Þennan sama dag fá allir þáttakendur afhent keppnisgögn. Meðal annars þáttökunúmer, flögu í skóinn og bol ásamt því að vera boðið í pastaveislu á vegum Barilla.

Pastapartýið stendur frá 16:00-21:00 og til þess að fá aðgang að því þarf að framvísa keppnisnúmeri. Þau sem áhuga hafa á að kaupa sérstaklega pastamáltíð (til dæmis fyrir gesti) þurfa að greiða 500 krónur.
ÍTR býður öllum þátttakendum í sund í sundlaugum Reykjavíkur á hlaupadaginn og daginn eftir. Sérstakur aðgöngumiði fylgir keppnisgögnum sem þarf að afhenda í sundlaugunum. Eru allir velunnarar HEILAHEILLA hvattir til þátttöku!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur