Sækja stóru tappana!

Nú getum við tekið stóru tappana og það eru þessir stóru tappar sem að skipta máli og þá skiptir máli að við komum fólki suður eins hratt og við getum,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.  Fjallað var um þetta breitta verklag við greiningu og meðferð heilablóðfalla í Landanum.

Sækja stóru blóðtappana

Fram til ársins 2018 var helsta meðferð við blóðtöppum í heila að veita segaleysandi meðferð, gefa blóðþynnandi lyf, til að eyða tappanum og það átti einnig við um stóra tappa.

Hjalti Már Þórisson

„Það breyttist allt árið 2015 þar sem það voru fjórar stórar rannsóknir sem sýndu fram á það með óyggjandi hætti að útkoma sjúklinga, ef þú nærð að fjarlægja blóðtappa, er tvímælalaust betri,“ segir Hjalti Már Þórisson, yfirlæknir á inngrips-, röntgen- og æðaþræðingardeild Landspítalans. Það er gert  með svokölluðu segabrottnámi þar sem farið er inn í æð í nára og blóðtappinn er sóttur.

Bylting fyrir endurhæfingu á Grensás

Skammur tími frá slagi er ein lykilforsenda þess að meðferð við blóðtappa í heila skili árangri og því var ráðist í að samræma verklag mismunandi deilda og stétta heilbrigðisstarfsfólks til að tryggja snör handtök.

„Þetta verkefni köllum við Slag innan tímamarka og í því er fólgið að beita hraðri meðferð með segaleysandi meðferð eða segabrottnámsmeðferð fyrir sjúklinga, – og fól í sér algjört endurskipulag hér innan Landspítalans, og út fyrir Landspítalann,“ segir Björn Logi Þórarinsson, sérfræðingur á taugalækningadeild Landspítalans.

Björn Logi Þórarinsson

Nýtt verklag og meðferðarúrræði  hefur skipt sköpum og meðal þeirra sem verða vör við breytingarnar er starfsfólk endurhæfingar
Landspítalans á Grensásdeild. Páll Ingvarsson, taugalæknir á Grensás, segir nýtt verklag og meðferð vera byltingu.

Mikilvægt  að  þekkja einkennin og alls ekki leggja sig

Heilbrigðisstarfsfólk leggur sitt af mörkum til að tryggja að fólk sem á þarf að halda fái sem fyrst skjóta meðferð en það er mikilvægt að almenningur þekki einkennin undir og bregðist rétt við.

„Aðaleinkenni blóðþurrðarslags geta verið margvísleg, en lykileinkenni eru þau að það getur orðið taltruflun, og geta verið fólgin í því að maður finnur ekki orðin, eða maður verður þvoglumæltur, og þetta gerist skyndilega, kraftleysi, skyntruflun í hendi eða fæti. Eða sjóntruflanir og að maður sér ekki til annarar áttar. Þetta er það sem almenningur á að þekkja, og ef þessi einkenni koma fyrir þá á maður maður ekki að gera neitt nema hringja í 112, aldrei að sjá til, aldrei að leggja sig, alls ekki,“ segir Björn Logi.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur