Frjósamar og merkar umræður voru á 1. undirbúnings-fundi SAP-E hér á landi á Landspítalanum 27. júní 2023. Þennan fund sátu Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga-sjúklinga, Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, taugalæknir og nýráðinn yfirmaður B-2, Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir og Finnbogi Jakobsson, taugalæknir á Grensásdeild f.h. fagaðila og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA.-, f.h. sjúklinga.
Kynnti Þórir stöðu og aðkomu félagsins (Heilaheill.is) að evrópuverkefninu og hvernig hægt væri að innleiða það hér á landi í samvinnu við fagaðila. Þá tók Björn Logi við og greindi frá sínum athugunum, sem annar talsmaður verkefnisins hér á landi (UMSJÓNARMENN) Eftir þeirra innlegg, spunnust góðar umræður um stöðu slagsjúklinga hér á landi, það væri margt gott og einnig hvað mætti betur gera. Farið var yfir stöðu heilbrigðiskerfisins gagnvart heilablóðfallinu og ýmsar gagnmerkar hugmyndir komu upp og þar með hófst starfið.