Miðvikudaginn 6. nóvember héldu fulltrúar SAP-E (Stroke Action Plan for Europe), hér á landi Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir, dr. Marianne E. Klinkeforstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, fund með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og Selmu Margréti Reynisdóttur, starfsmanni ráðuneytisins, um þátttöku Íslands í stærstu aðgerðaráætlun gegn slagi í Evrópu til 2030! Þessi fundur var í framhaldi af fyrri fundum með starfsmönnum ráðuneytisins 2023 og sýnt að þessu málefni er gefinn gaumur innan stjórnsýslunnar og mikilvægi þess í íslensku samfélagi. Mikill hugur er í landsfulltrúunum að vera í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í þessu lýðheilsuátaki og allir þeir sem komu að því frá upphafi eiga miklar þakkir skilið!