Heilaheill hélt upp á Slagdaginn í Kringlunni mánudaginn 29. október, sem er jafnframt alþjóðlegur Slagdagur (World Stroke Day). Gestir Kringlunnar stöldruðu við og fræddust um “Hvernig mætti komast hjá slagi”, eins og yfirskriftin hljóðaði! Fulltrúar HEILAHEILLA voru læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar og félagsmenn. Sýnd voru myndskeið um slag og gáttatif, félagsstarfi HEILAHEILLA o.fl.. Þessi reglulegi dagur er til marks um það að mikill hugur er í fólki að fylgjast með sjúkdómnum á Evrópusvæðinu og fyrirbyggjandi aðgerðir fara aukandi.