HEILAHEILL á Akureyri hefur ekki legið á liði sínu, er kemur að vekja athygli almennings á heilablóðfalli. Norðurdeildin hélt upp á alþjóða slagdaginn, sem er að vísu 29. október, en þar sem var fjölskylduhátíð var á Glerártorgi laugardaginn 27. október, var ákveðið að vekja athygli á slaginu þar í samvinnu við aðra.
Þarna var margt um manninn sem lögðu félaginu lið og vöktu athygli á slaginu, m.a. Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir á Kristnesi, Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra, Páll Árdal o.fl. sjálfboðaliðar. Gerðar voru blóðþrýstingsmælingar á gestum og gerðir fróðari um fyrirbyggjandi aðgerðir.