Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu
Farið yfir þær ráðstefnur sem fyrirhugaðar eru:- SAP-E – Þórir segir frá um hvað þetta snýst, til SOFIA, Búlgaríu 19.-22. janúar 2025.
- Verið að boða fund frá Landspítalanum um eftirfylgni eftir heilablóðfall, sem lið í “Life after stroke”. 15. janúar og Þórir Steingrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Sædís Þórðardóttir fara á fundinn.
- Fjármál félagsins
Páll segir hvernig staðan er í dag og kynnti reikning vegna appsins og kvaðst ætla að greiða, þar sem HEILAHEILL er orðinn eigandi og umráðamaður þess og sagði kostnaðinn vera kominn í um 2.000.000. Nokkrar fyrirspurnir og athugasemdir komu fram án mótmæla og ef eitthvað yrði gert frekar, þá yrði leitað tilboða. Kostnaður og innkoma vegna Slagorðsins var ræddur. - SOFIA, Búlgaríu 19.-22. janúar 2025
Þau sem fara eru formaðurinn Þórir Steingrímsson og Marianne Elisabeth Klinke, taugahjúkrunarfræðingur - SAFE haldin 10. og 11. mars 2025 í Prag
Þau sem fara er formaðurinn Þórir Steingrímsson, Sædís Þórðardóttir ritari, Páll Árdal,gjaldkeri og Kristín Árdal, meðstjórnandi.
- Önnur mál
Rætt var um blaðið Slagorðið og það þarf að árétta að blaðið kæmi fyrr út, ekki í jólaösinni, einnig þarf að passa að það séu fréttir og viðtöl af landsbyggðinni í blaðinu. Söfnunarfyrirtækið Markaðsmenn sjá um að safna styrkjum fyrir félagið þurfa og passa upp á að allar upplýsingar séu réttar sem settar eru í blaðið.