Stjórnarfundur 1. desember 2025

Mætt:  Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn.

  1. Skýrsla formanns:
    Þórir Steingrímsson, formaður setti fundinn. Verið er að undirbúa SAPE í Hollandi í maí. Munu Þórir, Björn Logi Þórarinsson og Marianne Klinke fara á fundinn. Samþykkt var að Heilaheill muni greiða fyrir Þóri og Mariane en síðan muni SAPE endurgreiða. Björn Logi Þórarinsson er kominn í framkvæmdastórn SAPE.
  2. Fjármál:
    Páll Árdal, gjaldkeri, sagði að greidd hefur verið 1milljón fyrir Slagorðið. Sambandið við Markaðsmenn gengur mjög vel. Fjárhagsstaðan er góð.
  3. Eftirfylgni = Talþjálfun:
    Komið hefur verið á sambandi við Heilsugæsluna sem mun vera komið til að vera og fagaðilar með. Björn Logi hefur óskað eftir fundi með landlækni vegna endurhæfingar.
  4. Starfið framundan:
    Rætt um SAFE í Stokkhólmi í mars. Marianne Klinke hefur áhuga á að koma til okkar og kynna Angel  verkefnið eftir áramótin. Fólk með ákominn heilaskaða hefur eitthvað verið að tala saman. Spurning hvort þau muni sækja um inngöngu í Heilaheill eða hvort þau muni endurvekja Hugarfar.
  5. Önnur mál:
    Páll bað um leyfi til að kaupa spjaldtölvu og var það samþykkt. Það virðist hafa orðið einhver misskilningur í sambandi við hverjir ættu að fá útprentað Slagorð. Mun verða athugað. Einnig barst ekki póstur til stjórnarmanna til yfirlestrar áður en blaðið kom út.

Fundi var síðan slitið.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur