Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn.
- Skýrsla formanns:
Þórir Steingrímsson, formaður setti fundinn. Verið er að undirbúa SAPE í Hollandi í maí. Munu Þórir, Björn Logi Þórarinsson og Marianne Klinke fara á fundinn. Samþykkt var að Heilaheill muni greiða fyrir Þóri og Mariane en síðan muni SAPE endurgreiða. Björn Logi Þórarinsson er kominn í framkvæmdastórn SAPE. - Fjármál:
Páll Árdal, gjaldkeri, sagði að greidd hefur verið 1milljón fyrir Slagorðið. Sambandið við Markaðsmenn gengur mjög vel. Fjárhagsstaðan er góð. - Eftirfylgni = Talþjálfun:
Komið hefur verið á sambandi við Heilsugæsluna sem mun vera komið til að vera og fagaðilar með. Björn Logi hefur óskað eftir fundi með landlækni vegna endurhæfingar. - Starfið framundan:
Rætt um SAFE í Stokkhólmi í mars. Marianne Klinke hefur áhuga á að koma til okkar og kynna Angel verkefnið eftir áramótin. Fólk með ákominn heilaskaða hefur eitthvað verið að tala saman. Spurning hvort þau muni sækja um inngöngu í Heilaheill eða hvort þau muni endurvekja Hugarfar. - Önnur mál:
Páll bað um leyfi til að kaupa spjaldtölvu og var það samþykkt. Það virðist hafa orðið einhver misskilningur í sambandi við hverjir ættu að fá útprentað Slagorð. Mun verða athugað. Einnig barst ekki póstur til stjórnarmanna til yfirlestrar áður en blaðið kom út.
Fundi var síðan slitið.
