Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn.
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu
Varð ekki af fundi með landlækni eins og stóð til 28 ágúst. Þar sem varðar viljayfirlýsingu umnsamstarf. - Fjármál félagsins
Páll gjaldkeri segir frá stöðuna og komin greiðsla frá ÖBÍ og staðan ágæt. - Staða HUGARFARS
Félagar í Hugarfari og fleiri sækjast eftir samstarfi með Heilaheill. Verið að skoða að vera saman með talþjálfun, eins og hefur verið hjá Heilaheill undanfarin ár. Heilaheill mun ekki taka yfir Hugarfar heldur vera þeim til aðstoðar. - Slagdagur
Alþjóðlegi Slagdagurinn verður miðvikudaginn 29. október 2025, stefnt á að þá verði Slagorðið komið út .
Skoða þarf hvað meira verður gert þann dag . - Útgáfumál
Páll ætlar að skrifa grein frá Norðandeildinnni og lögð áhersla að fá meiri umfjallanir af landsbyggðinni, hvernig er þjónustu þar háttað fyrir slagþola. Slagþoli hefur komið að máli við Þóri, til að koma að útgáfu fyrir slagþola og aðstandendur um endurhæfingu eftir slag, umræða um þetta og mun Þórir senda stjórn póst sem kom um þetta til hans. - Hjartadags-hlaup
Kristín Árdal, tengiliður félagsins í HHH-hópnum, er Hjartaheii/Hjartavernd leiða, kveðst ekki hafa fengið nein boð um hlaupið. - Endurgreiðsla v/tölvutengingar
Farið yfir þau mál og ákvörðun tekin um að endurgreiðsla verði ekki, þar sem engar samþykktir eru til um þetta. - Önnur mál
Almennur félagsfundur laugardaginn 6 september í Sigtúni 42 og svo í streymi líka þar sem allir geta tengt sig inn. Fundur í Norðandeildinni 10 september á Greifanum.
Fundi slitið 18.15
fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir ritari.