Stjórnarfundur 10. júní 2024

Mættir:  Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.

  1. Fjármál félagsins:
    Páll segir fjármál í sama standi og um daginn. Enn ekki borist greiðsla frá ÖBÍ , búið að skila
    inn öllum upplýsingum sem beðið var um.
  2. Samstarfssamningur:
    Rætt um upplýsingar um hugmynd tékkneskrar konu Nataša Randlová (tl. 3), lögfræðings, formanns systurfélags HEILAHEILLA í Tékklandi, www.cerebrum2007.cz, – þar sem hún óskaði eftir samstarfi og svari um það fyrir mánaðamótin jún/júl 2024! Hún er aðstandandi, móðir fatlaðs drengs og er með hugmynd um að opna með félögunum formlegt tvíhliða samstarf innan ESS samningsins (Noregs/Ísland/Liechtenstein), um sérstakan sjóð, sem hún er reiðubúin að stofna í Tékklandi. Sjóðurinn hefði það verkefni að skipuleggja samskipti félaganna, þar sem við gætum farið til Prag og lært um talþjálfun og þau komið hingað. Hún heimsótti HEILAHEILL um daginn og talaði við formanninn, Þórir Steingrímsson og Dagnýju Maggýjardóttur, ritstjóra Slagorðs. Ræddi hún m.a. um málstol, vitglöp, talþjáfun í sínu landi o.fl.. og hvort við værum tilbúin að stofna til þessar samvinnu innan ESA!  SAFE er búið að boða til ráðstefnu til Pragh í byrjun mars næsta árs á 2025 og væri möguleiki á að fylgja þessu eftir, ef svo ber undir. Var hún stödd hér á landi sem lögfræðingur og sat ráðstefnu í Hörpu, EELA https://eela.org.  Stjórnin ræddi þetta og telur að félagið hagnist bara af því að taka þátt í svona samstarfi og voru allir stjórnarmenn á því að Þórir formaður kæmi því til hennar að við værum til í að taka þátt í þessu samstarfi.
  3. Útgáfumál
    Slagorðið, tilboð ritstjóra, fengum tilboð frá Dagný sem var ritstjóri Slagorðins í fyrra uppá 300000 kr. og var ákveðið að taka því.
  4. Málstolsmál
    Helga Thors tekur við af Baldri í Nordisk afasråd
  5. Önnur mál
    –  Aðalfundur SAFE verður mánudaginn 17 júní og mun Þórir vera á honum í gegnum Teams.
    –  Sumarferð norðandeildar Heilaheilla var frestað þar til síðar í sumar vegna slæms veðurs. Páll
    mun láta vita þegar að hún verður komin á dagsetningu.
    –  Sumarferð frá Reykjavík í Borgarfjörðin var aflýst vegna ónægrar þátttöku.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl. 17.50
Fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur