Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.
Dagskrá:
- Formaðurinn gefur skýrslu
Formaðurinn hefur fengið pósta frá Safe og Sape og ræddi aðeins um þá, og um Elasf ráðstefnu í Prag hefur líka sent stjórn þessa pósta. Málstolshópar plan fyrir haustið og rætt um samstarfið við Tékkland í gegnum fríverslunarbandalag og EES eru 5 lönd inní því Sviss Lichtenstein, Noregur, Tékkland og Ísland. Koma 3 Tékkar til íslands í haust að kynna sér störf málstolshópa og Talmeinafræðinga og einhver frá þeim hér á Íslandi mun fara til Tékklands eftir áramótin. - Fjármál félagsins
Fjármál standa ágætlega, Páll sagði stöðu félagsins þar góða. - SAFE-ELASF
SAFE-ELASF (Life After Stroke Forum) í Prag 10.-11. mars 2025, sama og Dublin 2024 um Elafs ráðstefnu í Prag , þurfum að skoða og taka ákvörðun hvort og hverjir munu fara. Páll tekur saman kostnað frá ferð til Dublin í mars 24. Talað um að taka ákvörðun sem fyrst svo hægt sé að fá sem hagstæðustu verð. - Samningur Símstöðvarinnar ehf .
Fengum samning frá Símstöðinni ehf um að hefja úthringingu og kynna og safna fyrir félagið, þurfum að fá fleiri svör um samninginn frá Símstöðinni um kostnað sem þeir taka fyrir þetta verk. Og eins þá að skoða hjá fleirum úthringi fyrirtækjum hvort hægt sé að fá hagstæða samninga. Páll og Sædís fara í að skoða betur þessi mál. - Fundaferðir 2024-25
Planið að hafa 1 stóran fund á Akureyri með SAPE stjórn hér á landi, fyrir og með fagaðilum og hugsanlega að geta boðið uppá almennan fund þar líka. Halda 1 almennan fund í Kópavogi. Aðeins rætt um hvernig sé hentugast að auglýsa og kynna þessa fundi þar sem póstburðagjöld og kostnaður er orðinn svo mikill. - Málstolsmál
Helga Thors og Þórunn Hanna Halldórsdóttir fara af stað með málstolshópa í haust verða í Mannréttindahúsi ÖBÍ . Hægt er að fara inná heimasíðu Heilaheill og skrá sig þar í málstolshópa og munu þær svo hafa samband við þá sem komast þar sem takmarkaður fjöldi getur verið í þessum hópum. https://heilaheill.is/malstol-2021/ - Önnur mál.
Þórir útbýr fréttabréf um það starf sem væntanlegt er í haust