- Formaðurinn gefur skýrslu
Formaðurinn greindi frá því að hann og Dr. Marianne E. Klinke, taugahjúkrunarfræðingur og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga færu á ráðstefnu SAP-E í janúar 2025 til Búlgaríu. Þau eru talsmenn/fulltrúar (National Coordinators) Íslands, ásamt Birni Loga Þórarinssyni, lyf- og taugasérfræðingur. Góður fundur með Willum Þór Þórssyni. heilbrigðisráðherra og Selmu Margréti Reynisdóttur, sérfræðngi í heilbrigðisráðuneytinu, um undrritun viljayfirlýsingar SAP-E. Slagorðið kemur út i lok vikunnar, eftir töluverða seinkuð. Páll ritari ræddi um um að það vanti meiri fréttir frá Landsbyggðinni. - Fjármál félagsins
Gjaldkerinn sagði að staðan væri góð. - Reikningur Applands ehf. (Heilaappið)
Formaðurinn greindi frá því að þetta væri uppfærsla á heilaheill appinu, sem tölvufyrirtækið SPEKTRA gerði 2016, Á tímbilinu þurfti að uppfæra appið og nú á það vera aðgengilegt í öllum snjalltækjum! Samþykkt var að greiða þennan reikning. Lagt var á það áhersla að kynna appið betur og benda fólki á það. - Styrkbeiðni Ingunnar Högnadóttur, talmeinafræðings.
Samþykkt var að styrkja hana um 50.000 kr. - Staða SAFE-ELASF (Life After Stroke Forum) í Prag 10.-11. mars 2025.
Samþykkt var beiðni frá Baldri Kristjánssyni um að vera einnig fulltrúi Heilaheilla á ráðstefnunni í stað Gísla meðstjórnanda. - Önnur mál
Formaðurinn hvatti stjórnamenn til að dreifa sem víðast auglýsingu um jólafund Heilaheilla sem verður n.k. laugardag 7 des. í Sigtúni 42 , rætt um að koma henni á facebook sem fyrst svo hægt sé að deila vel.
FUNDI SLITIÐ KL. 18.20
FUNDARRITAR
SÆDÍS BJÖRK ÞÓRÐARDÓTTIR
RITARI.