Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn.
Dagskrá:
- Formaðurinn gefur skýrslu
Formaðurinn greindi frá ferð er þau Dr. Marianne E. Klinke forstöðumanns fræðasviðs í taugahjúkrun fóru til Sofiu í Búlgaríu og spáði hvað muni bera hæst á ráðstefnunni í Prag í mars. Lagði til að fundarmenn kynntu sér PROM (Patient Reported Outcome Measures) er SAP-E kynnti á vef sínum. - Fjármál félagsins
Páll Árdal greindi frá fjárhagsstöðunni, sagði hana góða, ræddi m.a. um endurskoðun á útsendingu Slagorðsins, hver kostnaður væri og skoða hvort eigi einungis að hafa rafrænt blað! Engi ákvörðun tekin. - Aðalfundurinn
Rætt um að halda aðalfund félagsins laugardaginn í byrjun marsmánaðar, 1 mars kl. 11 í Sigtúni. Farið yrði í gegnum aðaldarfundastöf. Formaðurinn kvaðst stýra fundinum sjálfur þar sem hann væri bara formlegs eðlis, – engar kosningar, bara skýrsla stjórnar og svo reikningarnir. - SAFE – Prag 9.-14. mars 2025
Allt virðist vera til reiðu að fara til Prag 9.-14. mars 2025 en nokkrir stjórnarmenn hyggjast fara ásamt fleirum. Hægt er að sjá frekar um ráðstefnuna með því smella hér! - Önnur mál
Frekari umræður um fyrirhugað ferð til Prag
Fundi slitið 18.10
Fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir