Stjórnarfundur 3. júní 2024

Mættir:  Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.

Dagskrá:

  1. Formaðurinn gefur skýrslu
    Formaðurinn fór aðeins yfir hvað er í gangi, næst eru fyrirhugaðar sumarferðir, annars frekar rólegt starf í sumar, allt að detta í sumarfrí og hefst formlegt starf aftur með laugardagsfundinum 7 sept. n.k.
  2. Fjármál félagsins
    Siglum lygnum sjó núna eftir rausnarlega styrkinn frá Dominos, enn hefur ekki borist greiðsla sem félagið á að fá frá ÖBÍ en vonandi gerist það sem fyrst.
  3. Sumarferðir 2024
    Fyrirhugaðar eru sumarferðir frá Akureyri í Skagafjörðinn og frá Reykjavík í Borgarfjörðinn laugardaginn 8 júní. n.k..  Ferðinni í Borgarfjörðinn var felld niður vegna ónægrar þátttöku.
  4. Útgáfumál – Slagorðið o.fl.
    Rætt verður við Markaðsmenn um að taka að sér fjáröflun fyrir Slagorðið sem koma mun út 29 október. á Alþjóðlega slagdeginum. Og er farið að huga að við hverja viðtöl verða tekin. Samþykkt að ritstjóri verði Dagný Maggýjardóttir.  Hefur tekið tíma en virðiðst vera að sýna sig núna að það kynnir félagið að gefa út Slagorðið.
  5. Málstolsmál
    Samþykkt að Helga Thors verði tengiliður Heilaheilla við Nordisk Afasirådet og standa vonir til að stuðningshópar fyrir fólk með Málstol og aðstandendur hefjist aftur í haust.
  6. Söfnun til átaksverkefna
    Framkvæmdastjóri Símstöðvarinnar ehf, Hákon Skúlason. hafði samband og eru þeir til í að taka þátt í söfnunarátaki með Heilaheill í haust og Markaðsmenn munu áfram sjá um úthringingar fyrir sölu auglýsinga í Slagorðið
  7. Önnur mál
    * Spurning um að halda fund á Akureyri í haust með sjúkrahúsið/heilsugæslu og fara yfir mál SAPE og Páll tekur að sér að hafa samband við aðila á Akureyri og kanna hvort áhugi er á því.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18.00
Fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur