Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn.
Dagskrá:
- Formaðurinn gefur skýrslu
Íslenska SAPE-deildin fór á fund heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, þau Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur, Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, taugasérfræðingur og yfirlæknir taugadeildar Landspítalans B2. Umræðuefnið var undirritun viljayfirlýsingar SAPE, (Stroke Action Plan for Europe) sem verið er að bíða eftir að verði staðfest með undirritun ráðherra. Á fundinum voru einnig Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum (aðstoðarmaður ráðherra) og Rafn Benediktsson forstöðumaður bráða-, lyflækninga og endurhæfingarþjónustu. Í haust á að vera komin nokkurs konar bráðameðferð á taugadeild Landspítalans B2 fyrir heilablóðfallssjúklinga og þá verða málin skoðuð betur og vonandi skrifað undir í framhaldinu. Á síðasta félagsfundi (laugardagsfundi HEILAHEILLA) 3. maí var mikið rætt um eftirfylgni við slagþola, sem er mjög ábótavant hér á landi, þar sem er stór munur á eftirfylgni hér og á hinum Norðurlöndunum og þeim löndum sem við heyrðum frá á ELAS-ráðstefnunni í mars. (https://www.elasf.org/) - Fjármál félagsins
Páll fór yfir fjármál félagsins og upplýsti að söfnunin gekk vel er Markaðsmenn sf.stendur fyrir verður gert upp um helgina. Fjármunir frá Mannréttindasamtökunum ÖBÍ eru væntanlegir. - Aðild að SAFE
Ákveðið var að HEILAHEILL væri áfram aðili að SAFE (Stroke alliance for Europe) - Útgáfumál – bæklingar
Ákveðið var að gefa út Slagorðið í haust eins og áður, en láta prenta í 1500 eintökum er sent væri styrktaraðilum og félagsmönnum og dreifa svo “link” á blaðið á heimasíðunni, meta svo hvort þetta sé að skila sér eða hvort það sé betra að dreifa prentuðu blaði víða. Blaðið mun koma út í lok október n.k.og formanninum falið að ræða við Dagnýju Maggýjadóttur um áframhaldandi ritstjórn. - Starfið framundan
Síðasti fundur Akureyrardeildar í vikunni og ákveðið er að fara í sumarferð í Skagafjörð 14 júní . Ekki stefnt á sumarferð Sunnanlands, vegna lítillar þátttöku undanfarin ár - Önnur mál
Rætt um hvort hægt sé að taka upp laugardagsfundina og hafa þá aðgengilega á netinu, en engin ákvörðun tekin um það.Fundi slitið kl. 18.20
Fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir ritar