Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA og Páll Árdal, gjaldkeri, sátu SAFE-ráðstefnu (Stroke Alliance for Europe) í Stokkhólmi miðvikudaginn 26. júní S.l.. Eins mörgum er kunnugt að þá eru samtökin samsett einungis af sjúklingafélögum 47 Evrópuríkja. Er þau voru stofnuð 2004, af Arne Hagen, formanni norska félagsins, voru einungis 8 félög í upphafi. Nú eru þau orðin 34 og fara samtökin ört stækkandi. Þau eru nú í samstarfi við fagaðila innan ESO (European Sroke Organisation) er varðar blóðþurrðarslagið (TIA), rannsóknaraðilana Kings College London, SSOFT (Stroke Support Organisation Faculty Tool), talsmann EU (European Union) o.fl. er sækjast eftir samstarfi við sjúklingafélögin um þýðingar á upplýsingasviðinu. Þá var einnig mikil áhersla lögð á hjúkrun, “Life after Stroke” í tengslum við Alþjóðlega slagdaginn þriðjudaginn 29. október! Einnig var til umræðu möguleiki aðildarfélaganna að færa út kvíarnar í hverju landi fyrir sig og stuðla að vitund almennings um slagið. Í lokin kynntu sum löndin, þ.á.m. Ísland, stöðu sína varðandi slagið og kynnt Þórir útgáfu og dreifingu Heila-appsins, er vakti athygli.