Stókostlegur árangur!

Nokkuð áhugaverðar framfarir eru að verða í heilbrigðiskerfinu hér á landi er, varðar nýtt verklag í móttöku heilaslags, tímasetningu undir alþjóðaviðmiðuninni ““door-to-needle”, – eða “frá-áfalli-til-læknis”!  Er mjög áríðandi að gripið sé tímanlega inn í þegar einstaklingurinn verður var við fyrstu einkenni heilablóðfalls.  Því fyrr sem einstaklingurinn kemst undir læknishendur, því minni hætta á varanlegum heilaskaða.  Mikill metnaður er með fagaðilum hér á landi að hafa sem snemmtækustu íhlutun heilbrigðiskerfisins.  Hafa sjúkraflutningamenn og læknanemar tekið þátt í æfingum að undanförnu á þessu nýja verklagi og lagt sitt af mörkum að vel tekist til.  HEILAHEILL hefur fregnað að fram hafi farið vel heppnaðar æfingar á nýju móttökuverklagi Landspítalans fyrir sjúklinga með heilablóðfall. Er von á því að þetta nýja verklag verði svo tekið í notkun 3. október n.k..  Hafa fulltrúar HEILAHEILLA tekið þátt í ráðstefnum SAFE (Stroke Alliance for Europe) og oftlega verið spurðir hver sé tíminn á Íslandi, er varðar “door-to-needle”.   Talið var að það hafi verið um 70 mínútur að meðaltali hér á landi áðurfyrr, en nú gera menn sér vonir um að það verði u.þ.b. 15-20 mínútur á höfuðborgarsvæðinu.  Menn gera sér einnig vonir um að landsbyggðin, Akureyri, Neskaupstaður og Ísafjörður verð með í framtíðinni, er gerir það að verkum að fulltrúar félagsins geta þá svarað því til á erlendum ráðstefnum að við séum fremstir í “door-to-needle” átakinu, a.m.k. á Evrópusvæðinu, – ef ekki víðar!  Stórkostlegur árangur!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur