Nokkuð áhugaverðar framfarir eru að verða í heilbrigðiskerfinu hér á landi er, varðar nýtt verklag í móttöku heilaslags, tímasetningu undir alþjóðaviðmiðuninni ““door-to-needle”, – eða “frá-áfalli-til-læknis”! Er mjög áríðandi að gripið sé tímanlega inn í þegar einstaklingurinn verður var við fyrstu einkenni heilablóðfalls. Því fyrr sem einstaklingurinn kemst undir læknishendur, því minni hætta á varanlegum heilaskaða. Mikill metnaður er með fagaðilum hér á landi að hafa sem snemmtækustu íhlutun heilbrigðiskerfisins. Hafa sjúkraflutningamenn og læknanemar tekið þátt í æfingum að undanförnu á þessu nýja verklagi og lagt sitt af mörkum að vel tekist til. HEILAHEILL hefur fregnað að fram hafi farið vel heppnaðar æfingar á nýju móttökuverklagi Landspítalans fyrir sjúklinga með heilablóðfall. Er von á því að þetta nýja verklag verði svo tekið í notkun 3. október n.k.. Hafa fulltrúar HEILAHEILLA tekið þátt í ráðstefnum SAFE (Stroke Alliance for Europe) og oftlega verið spurðir hver sé tíminn á Íslandi, er varðar “door-to-needle”. Talið var að það hafi verið um 70 mínútur að meðaltali hér á landi áðurfyrr, en nú gera menn sér vonir um að það verði u.þ.b. 15-20 mínútur á höfuðborgarsvæðinu. Menn gera sér einnig vonir um að landsbyggðin, Akureyri, Neskaupstaður og Ísafjörður verð með í framtíðinni, er gerir það að verkum að fulltrúar félagsins geta þá svarað því til á erlendum ráðstefnum að við séum fremstir í “door-to-needle” átakinu, a.m.k. á Evrópusvæðinu, – ef ekki víðar! Stórkostlegur árangur!