Stórnarfundur 3. nóvember 2025

Mætt:  Þórir Steingrímsson, formaður; Páll Árdal, gjaldkeri; Sædís Björk Þórðardóttir ritari; Kristín Árdal og Gísli Geirsson varastjórn.

Dagskrá: 

  1. Formaður gefur skýrslu
    Búnir að vera nokkrir fundir sem að Þórir Steingrímsson formaður og Gísli Geirsson meðstjórnandi hafa farið á.  Fóru í Nauthólsvík og sátu fund með ÖBÍ, þar sem var verið að fara yfir starf félagsins og fólk hvatt til að tjá sig um starf Öryrkjabandalagsins, hvað væri gott og betur mætti fara, góðar umræður.  Laugardagsfundurinn 1. nóv. Kristín Michelsen var sérstakur gestur fundarins og kynnti starf félagsins Hugarfars, en hún var stofnandi þess og fv. formaður og er spurning er hvort þolendur ákomins heilaáverka fái skjólshús hjá Heilaheill.  Sá hópur þarf að sjálfur að halda utan um sitt starf, þó að hann sé undir væng Heilaheilla.  Ef sá hópur fær styrki þarf hann að halda þeim sér án aðkomu Heilaheilla. Slagdagurinn var haldin í Kringlunni laugardaginn 1 nóvember. Þórir Steingrímsson formaður og Gísli Geirsson meðstjórnandi voru þar að kynna félagið, dr. Marianne Elisabeth Klinke; 2 aðrir hjúkrunarfræðingar og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir voru þar og mældu blóðþrýsting hjá þeim sem komu við og kynntu FAST kynningarefnið.  Páll Árdal, gjaldkeri, var ásamt félögum HEILAHEILLA í Glerártorgi Akureyri laugardaginn 1 nóv. kynnti félagið og bauð uppá blóðþrýstingsmælingu.
  2. Fjármál félagsins
    Páll Árdal gjaldkeri fór yfir stöðuna og sagði fjármálin “á góðu róli”.   Þórir Steingrímsson formaður sagði að Þórunn Hanna Halldórsdóttir, talmeinafræðingur, væri að sækja um styrki fyrir Málstolshópinn, “Tökum til máls” hjá ýmsum félögum og fyrirtækjum.
  3. Starfið framundan
    Hverjir ætla á SAFE ráðstefnuna í mars, https://www.elasf.org/.  Stjórnarmeðlimir þurfa að hugsa um hvað þau ætla að gera.  Þórir Steingrímsson formaður og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir fara á ráðstefnu SAP-E til Maastricht í Hollandi,  Góðir fundir á Akureyri, á næsta fundi verður ákveðið hvenær hópurinn fer saman að borða í Skógarböðunum. Ánægja með laugardagsfundina, hefur verið að aukast mæting á þá.  Slagorðið er ekki komið út, von um að það gerist fljótlega.
  4. Önnur mál
    Rætt um að fundarritari eigi að fá athugasemdir frá stjórn ef einhverjar villur eða athugasemdir berist til ritara og svo setur formaður fundargerðina inná heimasíðu Heilaheilla.

Fundi slitið 18.10
fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir ritari. 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur