Miðvikudaginn 14. mars s.l. boðaði heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sjúklingafélög, m.a. HEILAHEILL, er fengu úhlutuðum styrk frá ráðuneytinu á sinn fund á Hótel Natura Reykjavík.
Þeir Þórir Steingrímsson, formaður og Birgir Henningsson veittu styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins. Í ávarpi sínu lagði ráðherra áherslu á að stjórnvöld væru með þessari styrkveitingu að heiðra hið óeigingjarna starf sem þessi félög veittu samfélaginu.
Má segja að með þessari styrkveitingu hefur félaginu vaxið fiskur um hrygg og margir þakka það útgáfu þess á Heila-Appinu, – sem hefur verið halað niður í 3000 snjalltæki og notað af 13 einstaklingum! Má leiða að því getum að það hafi flýtt fyrir inngripi heilbrigðiskerfisins á áfallinu, slaginu (heilablóðfallinu), og komið í veg fyrir frekari skaða vegna þess, – jafnvel dauða!.!
Verður kynning á því haldið áfram og áætlað er að heimsækja ýmsa byggðarkjarna á lansdsbyggðinni, er hefur þegar verið gert m.a. á Akureyri, Reykjanesbæ, Selfossi, Reyðarfirði!
Áformað er að vera með kynningu á því á HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) um næstu helgi og á Akranesi núna í lok mars.
Eru allir velkomnir, ókeypis aðgangur, það er m.a.s. kaffi á könnunni!