Söngkonan Svala Björgvinsdóttir var flutt á spítala

Svala Björgvinsdóttir
Svala Björgvinsdóttir
Svala Björgvinsdóttir

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir var flutt á spítala síðasta þriðjudag í Los Angeles eftir að hún fékk snert af heilablóðfalli eða transient ischemic attac (TIA). Hún hlaut engan varanlegan skaða af og er á góðum batavegi. Að sögn lækna brugðust hún og eiginmaður hennar Einar Egilsson hárrétt við með því að leita strax læknis.

„TIA-kast hefur verið nefnt forslag en það er tímabundin skerðing á blóðflæði í heila sem verður vegna þess að æð stíflast vegna blóðtappa. Við þetta verður blóðþurrð sem veldur svokölluðum brottfallseinkennum eins og skyndilegri kraft- eða skynminnkun í andliti, hendi eða fæti, oftast öðrum megin. Fólk getur líka upplifað taltruflanir, svo sem þvoglumælgi eða erfiðleika við að finna orð eða skilja tal. Einnig geta verið sjóntruflanir eins og blinda á öðru auga“,

segir Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á Landsspítala háskólasjúkrahúsi.

Svala átti að fljúga til Íslands fyrr í vikunni en til stendur að hún komi fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll þann 3. mars. Læknar Svölu í Los Angeles hafa gefið henni leyfi til að fljúga heim og koma fram en Svala verður þó áfram undir eftirliti lækna.

Björn segir að TIA-köst geti hent fólk í öllum aldurshópum þó þau séu vissulega algengari hjá eldra fólki. Það sé mikilvægt að bregðast skjótt við og að rannsaka verði ástæður þess að blóðtappi hafi myndaðist ásamt því að hefja meðferð til að fyrirbyggja frekari blóðtappamyndun.

„Rannsóknir hafa sýnt að ef ekki er brugðist rétt við eru 15% einstaklinga sem fá heilaslag innan þriggja mánaða eftir TIA-kast. Þess vegna er mjög mikilvægt, við einkenni TIA-kasts, að leitað sé læknishjálpar strax því það gjörbreytir horfum“,

segir Björn Logi Þórarinsson.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur