
Aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn laugardaginn 29. febrúar s.l. Í Reykjavík og samtímis með beintengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, Akureyri við góða aðsókn á báðum stöðum. Gísli Óli Pétursson var kosinn fundarstjóri og Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari stjórnar, ritari fundarins. Farið var í gegnum lögbundna dagskrá aðalfundar og flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson, stutta skýrslu um starfsemina á s.l. ári og Páll Árdal, gjaldker, gerði grein fyrir reikning-unum. Nokkrar fyrirspurnir voru lagðar fram og síðan var skýrslan og reikningarnir samþykktir einróma. Eftir afgreiðslu nokkurra liða dagskrár-innar, s.s. félagskjörinna skoðunarmanna reikninga, þeirra Valgerðar Sverrisdóttur og Þórs Sigurðssonar, kom að formannskjöri og var Þórir einn í framboði, – því sjálfkjörinn. Var mikill samhugur í fundarmönnum er horfðu björtum augum á framtíðina.


