Þú finnst hvar sem þú ert

Heila-Appið

Heila-Appið

Þú finnst hvar sem þú ert, starfsmenn Neyðarlínunnar geta miðað þig út og fundið þig! Það er sama hvar þú ert hér á landi, – uppi á miðjum Vatnajökli eða í miðjum Hallormsstaðarskógi, – það er sama, þú finnst hvar sem þú ert og skiptir ekki máli hvernig þú ert á þig kominn, – þú finnst!

Eitt einkenna slags er að missa málið. Starfsmenn Neyðarlínunnar vita hver þú ert (þar sem appið/snjallsíminn sendi inn kennitölu þína sem þú slóst inn í byrjun), hvar þú ert og hefur hugboð um að þú getir ekki gert grein fyrir þér, þar sem þú ert að senda úr Heila-Appinu um að þú sért að fá slag (heilablóðfall).

Margir eiga ekki von á því að fá slag! En það getur dunið yfir hvern sem er, hvenær sem er, án aldurs eða kyns og á þeim tíma sem þeim hentar ekki! Áætlaðar tölur segja að u.þ.b. 2 fái slag á dag hér á landi, en stefnt er að því að minnka þetta niður í 1! Er það raunhæft? Já, t.d. með sameiginlegu og flóknu átaki á Landspítalanum hafa nokkrir hugsjónamiklir fagaðilar tekið höndum saman og haft uppi áætlanir að þetta verði að veruleika. HEILAHEILL styður þá í þessari viðleitni og veltur á því að allur almenningur taki þátt! Því hefur félagið staðið fyrir útgáfu Heila-Appsins til að stytta tímann frá áfalli til meðhöndlunar!

Á árinu 2017 voru 13 einstaklingar sem notuðu Heila-Appið í tíma og létu starfsmenn Neyðarlínunnar miða sig út með hjálp appsins að finna sig, er þeir fundu til einkenna slags (heilablóðfalls).

Heila-Appið hjálpaði þeim að greina einkennin og þannig styttist tíminn til læknismeðferðar! Má áætla að það hafi verið sumum þeirra til lífs að bregðast svo skjótt við, svo meðferðin gat hafist sem fyrst!

Eru allir hvattir að hafa þetta app í snjallsímanum sínum og hjálpa öðrum að gera hið sama!

Leiðbeiningar um Heila-Appið finna á heimasíðu félagsins, Heilaheill.is!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur