Auglýsingastofan ATHYGLI e.h.f. og HEILAHEILL hafa í hyggju að vera með frekara samstarf um alþjóðlegt verkefni ANGELS, ætlað börnum á leikskólaaldri, er nefnist FAST-hetjurnar, í samvinnu við Marianne Elisabeth Klinke, er veitir fræðsludeild Landspítalans forstöðu. Bryndís Nielsen, ráðgjafi, frá auglýsingastofunni mætti á laugardagsfund HEILAHEILLA 6 nóvember, s.l. og fylgdu þessu eftir. Þarna er um að ræða fræðslu um skjót viðbrögð barna á leikskólaaldri, þar sem þau eru frædd um fyrstu einkenni heilablóðfalls. Eru þau hvött til að hafa hugrekki í því að hringja í 112, nota símann, snjalltækið og heila-appið, – ef afi og amma; pabbi og mamma; frændi eða frænka o.f.l. eru farin að hegða sér einkennilega og sýna á sér helstu einkenni slagsins! Börnum er kennt í gegnum leik og starf “að fræðast en ekki hræðast” áfallið, – bara bregðast rétt við. Má búast við að almenningur verði meira og meira var við þessi áhrif í framtíðinni.