VERIÐ MEÐ! – FÆKKUM HEILASLÖGUM!

Verið er að sækja um leyfi til að gera rannsókn á nýju lyfi sem öllum þeim sem eru með arfgengu íslensku heilablæðinguna verður boðin þátttaka í.

Nýja lyfið er afleiða af lyfinu NAC (N-acetylcystein) sem Hákon Hákonarson læknir hefur verið að rannsaka. Í kjölfar rannsóknarinnar hér verður gerð rannsókn hjá sambærilegum sjúklingahóp um í Evrópu. Í framhaldinu verður virkni þess gegn Alzheimersjúkdómnum rannsökuð og hefur sá þáttur vakið athygli í Bandaríkjunum og víðar.

Verið er að sækja um leyfi til að gera rannsókn á þessu nýja lyfi sem öllum þeim sem eru með arfgengu íslensku heilablæðinguna verður boðin þátttaka í. Nýja lyfið er afleiða af lyfinu NAC (N-acetylcystein) sem Hákon hefur verið að rannsaka. Í kjölfar rannsóknarinnar hér verður gerð rannsókn hjá sambærilegum sjúklingahópum í Evrópu. Í framhaldinu verður virkni þess gegn Alzheimer-sjúkdómnum rannsökuð og hefur sá þáttur vakið athygli í Bandaríkjunum og víðar.

„Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir. Fólk alls staðar að er að spyrja hvernig hægt sé að nálgast þetta lyf,“ segir Hákon Hákonar- son, forstjóri erfðarannsóknamiðstöðvar barnaháskólasjúkrahússins í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og stofnandi lyfjaþróunarfyrirtækisins Arctic Therapeutics sem er með höfuðstöðvar á Akureyri. Hann var spurður hvaða viðbrögð hann hafi fengið við grein bandaríska dagblaðsins USA Today en blaðið fjallaði um rannsóknir Hákonar á lyfinu sem sjúkrahúsið og fyrirtækið eru að þróa til að meðhöndla sjúklinga með arfgengu íslensku heilablæðinguna og það sett í samhengi við rannsóknir á meðferðum við Alzheimersjúkdómnum. Meðal annars er sögð saga Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur á Flateyri, frænku Hákonar, en aðkoma hans að hennar veikindum var kveikjan að þróun lyfsins. Blað HEILAHEILLA -, SLAGORÐ hefur fjallað um þau bæði og fylgst með málinu.  Eru allir þeir sem eru með arfgenga áhættuþætti heilaslagsins beðnir að hafa samband í 860 5585 eða heilaheill@heilaheill.is!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur