Verið er að sækja um leyfi til að gera rannsókn á nýju lyfi sem öllum þeim sem eru með arfgengu íslensku heilablæðinguna verður boðin þátttaka í.
Nýja lyfið er afleiða af lyfinu NAC (N-acetylcystein) sem Hákon Hákonarson læknir hefur verið að rannsaka. Í kjölfar rannsóknarinnar hér verður gerð rannsókn hjá sambærilegum sjúklingahóp um í Evrópu. Í framhaldinu verður virkni þess gegn Alzheimersjúkdómnum rannsökuð og hefur sá þáttur vakið athygli í Bandaríkjunum og víðar.
Verið er að sækja um leyfi til að gera rannsókn á þessu nýja lyfi sem öllum þeim sem eru með arfgengu íslensku heilablæðinguna verður boðin þátttaka í. Nýja lyfið er afleiða af lyfinu NAC (N-acetylcystein) sem Hákon hefur verið að rannsaka. Í kjölfar rannsóknarinnar hér verður gerð rannsókn hjá sambærilegum sjúklingahópum í Evrópu. Í framhaldinu verður virkni þess gegn Alzheimer-sjúkdómnum rannsökuð og hefur sá þáttur vakið athygli í Bandaríkjunum og víðar.
„Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir. Fólk alls staðar að er að spyrja hvernig hægt sé að nálgast þetta lyf,“ segir Hákon Hákonar- son, forstjóri erfðarannsóknamiðstöðvar barnaháskólasjúkrahússins í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og stofnandi lyfjaþróunarfyrirtækisins Arctic Therapeutics sem er með höfuðstöðvar á Akureyri. Hann var spurður hvaða viðbrögð hann hafi fengið við grein bandaríska dagblaðsins USA Today en blaðið fjallaði um rannsóknir Hákonar á lyfinu sem sjúkrahúsið og fyrirtækið eru að þróa til að meðhöndla sjúklinga með arfgengu íslensku heilablæðinguna og það sett í samhengi við rannsóknir á meðferðum við Alzheimersjúkdómnum. Meðal annars er sögð saga Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur á Flateyri, frænku Hákonar, en aðkoma hans að hennar veikindum var kveikjan að þróun lyfsins. Blað HEILAHEILLA -, SLAGORÐ hefur fjallað um þau bæði og fylgst með málinu. Eru allir þeir sem eru með arfgenga áhættuþætti heilaslagsins beðnir að hafa samband í 860 5585 eða heilaheill@heilaheill.is!