Fjölsóttur aðalfundur Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) var haldinn um helgina, er voru fulltrúar aðildarfélaganna vígreifir með áframhaldandi baráttu fyrir málefnum sinna skjólstæðinga. Fulltrúar HEILAHEILLA, þeir Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson ritari og Sævar Guðjónsson fóru glaðbeittir á fundinn. Fór hann mjög vel fram og beittu fundarstjórarnir fjarfundabúnaði um samskiptin, þar sem á fjórða tug fulltrúa tóku þátt og sérstöku kosningakerfi, er var byggt upp af persónuskilríkjum hvers og eins, – af þar til bærum fulltrúa. Létt var yfir mannskapnum og gengu allar kosningar greiðlega fyrir sig. Það var ekki laust við að þeir sem höfðu starfað hvað allra lengst í samtökunum, töldu að ýmislegt hafi áunnist, – en þó mikið væri eftir.