Mjög merk evrópsk ráðstefna var haldin 29.-31. janúar 2024 á vegum SAP-E í Lissabon, Portúgal, um heilaslagið, ein sú stærsta sem hefur verið haldin um heilablóðfallið, þar sem fagaðilar og sjúklingafélög slagþolenda í 46 ríkjum Evrópu vinna saman um að stemma stigum gegn fjölgun heilablóðfalla! Þau Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir fyrir ESOá Íslandi og Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga fyrir HEILAHEILL, SAFE á Íslandi, eru ásamt formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, fulltrúar Íslands í þessu merka átaki er var samþykkt í Helsinki í Finnlandi 2018, kom til framkvæmda 2020 í Sviss og gildir til að byrja með til 2030. Lögð áhersla á að þeir fagaðilar er annast heilbrigðis-þjónustuna og þeir sem njóta hennar, sjúklingar, tali saman með formlegum hætti og svari SST (Stroke Service Tracker). Þannig tekst okkur Íslendingum að fylgja öðrum þjóðum eftir í baráttunni gegn slaginu.
Staðreyndin er sú:
- Heilablóðfall er leiðandi dánarorsök og fötlunar er fer fjölgandi.
- Kostnaðurinn mun aukast ef við aðhöfumst ekkert.
- Vitund almennings og forvarnir munu draga úr fjölda innlagna á sjúkrahúsum og draga úr kostnaði.
- Skjótur aðgangur að meðferð og endurhæfingu mun draga úr fötlun og langtímakostnaði
- Skipulagður langtímastuðningur þýðir að fólk er félagslega hreyfanlegt að komast aftur í vinnu og menntun
Settar voru upp höfuðstöðvar SAP-E er bera nafnið Stroke Action Plan Europe til heimilis Reinacherstrassse 131, 4053 Basel, Sviss. Mættu íslensk stjórnvöld ranka aðeins betur við sér og vera með í einfaldri viljayfirlýsingu um að gera öllum hérlendismönnum auðvelt fyrir að rækja þessa baráttu gegn heilaslagi, öllum landsmönnum til heilla!