Landsfulltrúar SAP-E – Ísland

Mjög merk evrópsk ráðstefna var haldin 29.-31. janúar 2024 á vegum SAP-E í Lissabon, Portúgal, um heilaslagið, ein sú stærsta sem hefur verið haldin um heilablóðfallið, þar sem fagaðilar og sjúklingafélög slagþolenda í 46 ríkjum Evrópu vinna saman um að stemma stigum gegn fjölgun heilablóðfalla!  Þau Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir fyrir ESOá Íslandi og  Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga fyrir HEILAHEILL, SAFE á Íslandi, eru ásamt formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, fulltrúar Íslands í þessu merka átaki er var samþykkt í Helsinki í Finnlandi 2018, kom til framkvæmda 2020 í Sviss og gildir til að byrja með til 2030.  Lögð áhersla á að þeir fagaðilar er annast heilbrigðis-þjónustuna og þeir sem njóta hennar, sjúklingar, tali saman með formlegum hætti og svari SST (Stroke Service Tracker).  Þannig tekst okkur Íslendingum að fylgja öðrum þjóðum eftir í baráttunni gegn slaginu.

Staðreyndin er sú:

  • Heilablóðfall er leiðandi dánarorsök og fötlunar er fer fjölgandi.
  • Kostnaðurinn mun aukast ef við aðhöfumst ekkert.
  • Vitund almennings og forvarnir munu draga úr fjölda innlagna á sjúkrahúsum og draga úr kostnaði.
  • Skjótur aðgangur að meðferð og endurhæfingu mun draga úr fötlun og langtímakostnaði
  • Skipulagður langtímastuðningur þýðir að fólk er félagslega hreyfanlegt að komast aftur í vinnu og menntun

Settar voru upp höfuðstöðvar SAP-E er bera nafnið Stroke Action Plan Europe til heimilis Reinacherstrassse 131, 4053 Basel, Sviss.  Mættu íslensk stjórnvöld ranka aðeins betur við sér og vera með í einfaldri viljayfirlýsingu um að gera öllum hérlendismönnum auðvelt fyrir að rækja þessa baráttu gegn heilaslagi, öllum landsmönnum til heilla!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur