Dagana 8. og 9. apríl 2019 hélt HEILAHEILL kynningarfundi um slagðið, á Sigló Hótel, Siglufirði og á Kaffi Krók, Sauðárkróki, undir slagorðunum, “Látum slag standa”! Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, setti fundina, bauð alla velkomna og síðan tók Páll Árdal, talsmaður félagsins á Akureyri, við og sagði frá starfsemi þess og hvaða þjónustu það veitti Norðlendingum. Þórir greindi frá þeim framförum og nýungum er hafa átt sér stað á Landspítalanum að undanförnu, m.a. um segabrottnám sem er hafin hér á landi og sýndi fréttamyndbönd þar að lútandi. Lögð var áhersla á að landsbyggðin væri ekki undanskilin. Hvatti Þórir að menn kynntu sér fyrstu einkenni heilablóðfallsins. Að lokum sögðu þeir, Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar á Siglufirði, svo og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélags Skagafjarðar, mökkur orð og töluðu um lýðheilsu í sínum byggðalögum og í hvaða stöðu sjúklingar væru á Siglufirði og í Skagafirði og þökkuðu fyrirlesturinn.