Haldinn var fjarfundur í tengslaneti SAP-E og eftir stuttan inngang Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, er taldi vera árangur af þessum fundum. Mætt voru:
- Finnbogi Jakobsson, taugalæknir á Grensásdeild,
- Ingibjörg Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Neskaupstað,
- Guðrún Jónsdóttir heimilislæknir/sjúklingur HEILAHEILL (SAFE),
- Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, (SAFE),
- Oddur Ólafsson, gjörgæslulæknir á SAK, Akureyri,
- Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga og
- Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á LSH.
Björn flutti afar fróðlegt erindi, sem sjá má hér, um framtíðarmöguleika heilbrigðiskerfisins hér á landi með nýrri tækni, sem sjá má hér (og umræðurnar hér) og lagði áherslu á landsbyggðin væri með í þeirri þróun. Ræddi hann þá möguleika að íslenska heilbrigðiskerfið gæti tekið upp samskonar tækni og nýungar og Norðurlandaþjóðirnar, sjúklingum til heilla, – sem væru þegar byrjaðar að nota þessa tækni við að hraða greiningar á slagi.