Fundargerð stjórnar 19. mars 2021

Fundur í stjórn Heilaheilla föstudag 19. mars kl. 17:30 á slóðinni https://meet.jit.si/FJARFUNDUR_HEILAHEILLA

Mætt voru Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Bryndís Bragadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir, varamenn. Páll Árdal, gjaldkeri boðaði forföll.

Fundur settur.  Engar athugasemdir komu fram við boðun fundarins eða útsenda dagskrá.

Dagskrá í fimm liðum tölusettir hér fyrir neðan.

  1. Skýrsla formanns.  
    Framundan eru stefnumótunarfundir á vegum ÖBÍ. Þar sem rætt verður um með hvaða hætti aðildarfélögin nálgast og gætu nálgast stefnumótum.  Formenn aðildarfélaga hafa setið slíka fundi.  Fyrirhugaðir eru fundir 9-10 apríl þar sem þrír mæta frá hverju félagi. Samþykkt að Bryndís og Baldur mæti ásamt Þóri. Rætt um fyrirhugaðan fund og stefnumál okkar og áherslu okkar á málstolið.
  2. Fjármál.
    Þessum lið meira og minna frestað vegna forfalla Páls en formaður en formaður taldi fjármálin í föstum skorðum.
  3. SAFE.
    Allt óbreytt og ekkert að frétta.
  4. Nordisk Afasiråd.
    Þórir, formaður, Baldur og Þórunn Halldórsdóttir boðuðu, undirbjuggu og sátu og stjórnaði Þórunn fjarfundi með aðildarfélögum þar sem verkefni næstu mánaða voru rædd og undirbúin.
  5. SAP-E.
    Um erlend samskipti varðandi SAP-E má lesa um á okkar heimasíðu. Stefnt er að því að koma ákveðnu fagráði á laggirnar.  Hér á landi er ekki til ekki til fagráð um heilablóðfall.
  6. Kvikmyndin.
    Kvikmyndin um heilablóðfallið gengur samkvæmt áætlun.  Kostnaðaráætlun hljóðarupp á rúmar tvær og hálfa miljón. Ef það safnast meira þá kemur til greina að gera lengri mynd. Verktaki vill byrja í apríl (Sjá fyrri fundargerðir).  Áréttað var að Heillaheill komi til með að eiga myndina og engin fjárhagsleg áhætta er tengd henni.
  7. Önnur mál.
    Rætt um fundaform o.fl. Rætt um verkefni sem við gætum tekist á hendur t.d. um vitglöp (sem gætu tengst Heilablóðfalli).  Gætum verið með eitthvað verkefni í gangi (projekt) t.d. hvernig mætti ná málinu aftur. Rætt um málörðugleika og vitglöp og tengsl þarrna a milli og orðnotkun í því tilfelli.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið.
Baldur Kristjánsson, ritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur