Málstolið!

Í tilefni dagsins 29. októbers, á Alþjóðadegi slagsjúklinga, héldu þær Þórunn Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur Reykjalundar og fv. formaður FTÍ – Félags talmeinafræðinga á Íslandi; Ester Sighvatsdóttir; Helga Thors, talmeinafræðingar á Grensás og Rósa Hauksdóttir, talmeinafræðingur á Reykjalundi fyrirlestra á Facebókinni í undir yfirskriftinni: Málstol, – hvað svo? Var greinilegur hugur í þessum fagaðilum um framtíðina og má mikils af þeim að vænta í framtíðinni. HEILAHEILL, er góðgerðarfélag er vinnur að velferðar- og hagsmunamálum einstaklinga er fengið hafa slag (heilablóðfall) og aðstandendum þeirra. Megin starfsemi félagsins er, án hagnaðar, í forvörnum, meðhöndlun og endurhæfingu áfallsins í því skyni að auka á jafnræði sjúklinga eftir áfallið. Í því eru ákveðin mannréttindi. Er þetta liður í að efla fræðslu um málstol og rjúfa einangrun einstaklingsins og hefur HEILAHEILL tekið við formennsku í stjórn NORDISK AFASIRÅD og bíður félagsins mikið verkefni á næsta ári, – ef Covid-19 leyfir. Eins og áður hefur komið fram að þá eru fulltrúar Færeyja, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og svo Íslands í þessari stjórn, en Danmörk er ekki með að þessu sinni. Rætt hefur verið um, – og verður enn um stöðu félaga málstolssjúklinga á Norðurlöndum.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur