Í tilefni dagsins 29. októbers, á Alþjóðadegi slagsjúklinga, héldu þær Þórunn Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur Reykjalundar og fv. formaður FTÍ – Félags talmeinafræðinga á Íslandi; Ester Sighvatsdóttir; Helga Thors, talmeinafræðingar á Grensás og Rósa Hauksdóttir, talmeinafræðingur á Reykjalundi fyrirlestra á Facebókinni í undir yfirskriftinni: Málstol, – hvað svo? Var greinilegur hugur í þessum fagaðilum um framtíðina og má mikils af þeim að vænta í framtíðinni. HEILAHEILL, er góðgerðarfélag er vinnur að velferðar- og hagsmunamálum einstaklinga er fengið hafa slag (heilablóðfall) og aðstandendum þeirra. Megin starfsemi félagsins er, án hagnaðar, í forvörnum, meðhöndlun og endurhæfingu áfallsins í því skyni að auka á jafnræði sjúklinga eftir áfallið. Í því eru ákveðin mannréttindi. Er þetta liður í að efla fræðslu um málstol og rjúfa einangrun einstaklingsins og hefur HEILAHEILL tekið við formennsku í stjórn NORDISK AFASIRÅD og bíður félagsins mikið verkefni á næsta ári, – ef Covid-19 leyfir. Eins og áður hefur komið fram að þá eru fulltrúar Færeyja, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og svo Íslands í þessari stjórn, en Danmörk er ekki með að þessu sinni. Rætt hefur verið um, – og verður enn um stöðu félaga málstolssjúklinga á Norðurlöndum.