Fundargerð stjórnar 2. nóvember 2020

Stjórnarfundur Heilaheilla haldinn 2. nóvember 2020 kl.17:00.  

Dagskrá var send út á netinu. Engin athugasemd kom fram við dagskrá eða boðun fundarins.

 1. Formaður gefur skýrslu!
  Þórir fór yfir starfsemi félagsins. Vék að nýungum í fundaartækni. Nýjum boðum á fundi og tækifærum sem í þessu felastinnanlands og í alþjóðlegu samstarfi. VBryndís gat um jafningjafræðslu og hrósaði formanni fyrfir það að minnast á hana. Ritari datt út þarna og náði ekki alveg samhenginu hjá Þóri og Bryndísi.
 2. Fjármál félagsins, félagssjóður, Slagorðið, kvikmyndin!
  Átján hundruð þúsund eru inni á reikningi og 400 þúsund inniá reikningi fyrir Slagorðið.  Eftir er að borga fyrirtækinu Öflun sem sér um að innheimta auglýsingar og styrktarlínur fyrir blaðið. Þrjár komma fjórar miljónir eru komnar inn fyrir kvikmynd. En óuppgert er bæði vegna Öflunar og kvikmyndar. Um kvikmynd sjá nánar síðustu fundargerðir.
 3. Staða málstolsins og Nordisk Afasiråd!
  Baldur gaf skýrslu: Við höfum fundað Þórunn, Þórir og undirritaður og í framhaldi af því er undirritaður að kanna hvernig sótt er um til norræna velferðarsjóðsins og hvernig ráðið ráðstafaði fénu sem fékkst síðustu tvö árin og hvað mikið fékkst. Þetta tekur nokkra daga. Í þessum efnum er ég í samskiptum við Finnanna sem stjórnuðu þessu apparati. Þórunn er að vinna í því að skoða, gera könnun, um hvað fólk vill að ráðið einbeiti sér að. Vek athygli á myndbandinu sem er komið á heimasíðu Heilaheilla og fyrirlestrum á síðunni frá (fjar) ráðstefnunni sem haldin var fyrir nokkrum dögum.
 4. Markviss þátttaka!
  Tillaga um að vinna markvisst eftir sérstöku samstarfsverkefni SAFE* og ESO**, SAPE***, í tengslum við SSO**** og WHO***** um sérstaka SLAGDEILD innan Landspítalans!  Þórir fór yfir málið.  Stofnun sérstakrar slagdeildar æ meira á dagskrá. Var til hérlendis á síðustu árum 20. aldar.
 5. Aðkoma að alþjóðlegu forvarnarátaki
  Aðkoma að alþjóðlegu forvarnarátaki ANGELS (fagaðilar) fhttps://idrs-is.fastheroes.com)! yrir leikskólabörn og foreldra. (Forvarnarátakið gengur út á að kenna börnum fyrstu viðbrögð við hættuæastandi eins og að hringja í 112.Spurning er hvort við viljum þiggja boð um að vera með, vera þáttakendur.  Missti alveg af umræðum um liði fjögur og 5 og get ekki bókað neina niðursöðu en heyrði þó þegar ég datt inn stutta stund að Þórir og Kolbrún voru á öndverðum meiði.  Ekki verður bókuð nein niðurstaða um þessa liði, þar sem ritari datt út enda skilst honum að ekkert hafi verið samþykktog ekkert borið upp til samþykktar.
 6. Önnur mál!
  Ekkert að frétta hér og gildir það sama og um liði
  4 og 5.

  Hér fyrir neðan
  eru upplýsingar um skammstafanir er fylgdu fundarboði.

*SAFE (Stroke Alliance For Europe) Sjúklingafélög 47 Evrópuríkja Evrópuráðsins

**ESO (European Stroke Association) Fagaðilar, stuðningsaðilar innan Evrópusamb..

***SAPE (SAFE+ESO = Action Plan for Stroke in Europe 2018–2030)

****SSO (Stroke Support Organisations) Heildarsamtök stuðningsaðila

*****WHO (World Stroke Organization) Alþjóðasamtök um slagið (heilablóðfallið)

****** HSM (Heart and Stroke Management)

Neðanmáls:  Á fjarfundartímum er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur um það hvernig bregðast skuli við ef fólk dettur út , verður sambandslaust.  Hvað ritara varðar er þetta einfalt.  Það gerist einfaldlega ekkert detti hann út.

Fleira gerðist ekki.

Baldur Kristjánsson, ritari


 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur