Borgarbyggð bætir við þekkinguna um slagið.

Áhugasamir fundarmenn voru á kynningu HEILAHEILLA í Borgarnesi á heilablóðfallinu, miðvikudaginn 27. september 2023.  Eftir að formaður félagsins, Þórir Steingrímsson, hélt stutta innleiðingu um stöðu félagsins í samfélaginu og hvaða hlutverki það gegnir í samskiptum sínum við almenning og stjórnvöld.  Lagði hann jarnframt áherslu á að félagið tæki þátt í evrópskri aðgerðaráætlun um slagið, SAPE (Stroke Action Plan for Europe) er gildir til 2030 og kynni það fyrir heilbrigðisyfirvöldum, er kemur félaginu og landsmönnum öllum til góða í framtíðinni, m.a. að kynna markmið þess hér á landi getum haft að leiðarljósi:

  • að fækka heilablóðföllum í Evrópu um 10%; (a.m.k. draga úr vexti um 10%)
  • að meðhöndla 90% eða meira af sjúklingum með heilablóðfall í Evrópu á sérstökum slagdeildum (stroke unit) sem fyrsta stigi umönnunar;
  • að hafa landsáætlun um heilablóðfall sem nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni til lífs eftir heilablóðfall;
  • að innleiða að fullu innlendar áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli.

Síðan kom Sindri Már Finnbogason, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og sagði frá sinni reynslu af slaginu og samskiptum sín við HEILAHEILL.  Hlustuðu fundarmenn á hans frásögn með athygli. 

Að lokum hélt Finnbogi Jakobsson, tauga-læknir, áhugavert erindi um endurhæfingu og orðin “slag”, “strók” og “heilablóðfall”.  Þá sýndi hann með myndrænum hætti afleiðingu slags og hvaða möguleikar væru á endurhæfingu.  Fjörugar umræður voru eftir fyrirlestrana og margar athugasemdir komu fram.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur