Stjórnarfundur Heilaheilla fimmtudag 27. ágúst 2015 að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, kl.17:00 með aðstoð Skype fjarfundarbúnaðar til Akureyrar.
Mættir: Þórir Steingrímsson, Axel Jespersen, Kolbrún Stefánsdóttir, Guðrún Tofhildur Gísladóttir og Páll Árdal með aðstoð Skype fjarfundarbúnaðar.
Gestur: Gísli Ólafur Pétursson.
Forföll: Árni Bergmann, Baldur Kristjánsson og Haraldur Ævarsson.
Dagskrá:
1. Formaður gefur skýrslu
2. Fjárhagsstaða félagsins
3. Laun vefstjórnar/framkvæmdastjórnar – nefndarálit
4. Önnur mál
a) Greiðsla fyrir fundarsetu
b) Greiðsla fyrir hópastýringu
c) Greiðsla styrkjar
1. Formaður flutti skýrslu um starfsemi félagsins frá síðasta fundi.
Formaðurinn rakti fyrir fundarmönnum að félagið væri á réttri braut og hann hafi sent yfirlit þar um og haldið væri áfram á sömu braut og undanfarin ár.
2. Fjárhagsstaða félagsins.
Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsstöðunnniog sagði hana ekki slæma. Upplýst var um að jákvæða innstæðu um kr.2.611.218,- og væntanlegir væru fjármunir t.d. Með útgáfu “Slagorðsins”, er gengi vel. Ákveðið var að borga Bryndísi Bragadóttur og Magnúsi Pálssyni talsmönnum sjálfseflingarhópanna; fundarmanna v/fundarsetu; bifreiðakostnað stjórnarmanna og styrk til Guðrúnar Jónsdóttur.
3. Laun vefstjórnar/framkvæmdastjórnar – nefndarálit
GÓP, er stýrði stjórnskipaðri nefnd um málefnið (sjá síðasta stjórnarfund) og gerði grein fyrir niðurstöðu hennar. Skiptar skoðanir fundarmanna voru um málefnið, en engin niðurstaða. Gjaldkeri vék af fundi.
Önnur mál:
Rætt var fyrirkomulag til framtíðar. Ákveðið að skoða nokkur atriði nánar – þar á meðal húsnæðismál félagsins.
Formanni var falið að ræða við formenn SAMTAUGAR (Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi) um möguleika á samstarfi með framkvæmdastjórn og skrifstofuhald.
Formaður kynnti heildardagskránna fram að áramótum 2015-2016:
Mánudagsfundir [Málstol+Bryndís] kl.13-15
Þriðjudagsfundir [Allir+Magnús] kl.13-15
Þriðjudagsfundina [Allir+Páll] á Akureyri kl.18-19
Vikuleg viðvera á B-2 á þiðjudögum [Þórir] kl.13-14
Vikuleg viðvera á Grensásdeild á fimmtudögum kl.13:30-14:30
Laugardagsfundur 6. september – Þórunn Erna Clausen, leikkona
Laugardagsfundur 3. október – [eftir aða manna]
Laugardagsfundur 7. nóvember – Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona
Laugardagsfundur 5. desember – RAX ljósmyndari (Ragnar Guðni Axelsson)
Dagskrá stjórnarmanna:
08.09.2015 kl.09:00 Þórir Steingrímsson, formaður og Páll Árdal fara á ráðstefnu “Slagforengen i Norden” í Osló
08.09.2015 kl.13:30 Kolbrún Stefánsdóttir fer á fund með yfirstjórn Landspítalans og SAMTAUGAR [Samtök taugasjúklingafélaga]
11.09.2015 kl.17:00 Þórir Steingrímsson, formaður fer á formannaráðstefnu ÖBÍ
15.09.2015 kl.17:00 Þórir Steingrímsson, formaður og Axel Jespersen fara á stjórnarfund “Nordiske Afasirådet” í Osló
25.09.2015 kl.07:40 Þórir Steingrímsson, formaður fer á stjórnarfund SAFE í Brussels
03.10.2015 kl.09:00 Aðalfundur ÖBÍ – Þórir Steingrímsson, Axel Jespersen og Magnús Pálsson eru aðalfulltrúar HEILAHEILLA á aðalfund ÖBÍ og til vara Þór Sigurðsson, Bergþóra Annasdóttir og Páll Guðmundsson
08.10. 2015 kl.17:00 Stjórnarfundur
15.10.2015 kl.17:00 Útgáfa blaðsins SLAGORÐIÐ
29.10.2015 kl.17:00 Slagdagur – Alþjóðlegur Slagdagur .
05.11.2015 kl.07:20 Þórir Steingrímsson, formaður, Kolbrún Stefánsdóttir, stjórnarmaður og Baldur Kristjánsson, stjórnarmaður, fara á ráðstefnu og aðalfund SAFE í Warsaw
12.11.2015 kl.17:00 Stjórnarfundur HEILAHEILLA