Fundargerð stjórnar 16. maí 2015

Stjórnarfundur Heilaheilla laugardag 16. maí 2015 að Hótel Kea Akureyri.

Mættir auk ritara: Þórir Steingrímsson, Axel Jeppesen og Páll Árdal, Guðrún Tofhildur var viðstödd fundinn með aðstoð Skype fjarfundarbúnaðar. Kolbrún Stefánsdóttir, Árni Bergmann og Haraldur Ævarsson boðuðu forföll.

1. Formaður flutti skýrslu um starfsemi félagsins frá síðasta fundi.

2. Vefstjórn/framkvæmdastjórn.

Fyrir fundinum lá óleyst verkefni um það hvernig greiða á fyrir vefstjórn og hvernig leysa eigi framtíðarverkefni félagsins og launagreiðslur vegna þeirra.  Samþykkt var samhljóða sú tillaga formanns að Axel Jespersen og Baldur Kristjánsson settust yfir málið ásamt Gísla Ólafi Péturssyni, sem yrði formaður starfshópsins, og gerðu tillögur til stjórnar um það hvernig með launamál og verkefni skyldi farið.

3. Fyrir fundinum lá tilboð frá Premis um vinnu við félagaskrá.

Tilboðið: ,,Við erum búnir að strípa allt niður og gefa eins ódýrt verð og við getum. Forritunin er innifalin en án þjóðskrár. Uppsetningin á því er nokkrir tímar af vinnu (um það bil 5 tímar) og hver uppfletting kostar 9 kr ásamt 1500 kr á mánuði.“ (Sjá nánar fylgiskjal). Samþykkt samhljóða.

4. Samþykkt samhljóða að styrkja Guðrúnu Jónsdóttur
Samþykkt samhljóða að styrkja Guðrúnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og deildarstjóra á B-2 til ráðstefnufarar til Belgrad 13-16 maí 2015 um allt að kr. 100.000, gegn því að hún flytti fyrirlestur i nafni Heilaheilla um efni tengt ráðstefnunni. Efasemdir komi fram að félagið styrkti ráðastefnuferðir yfir höfuð. Í máli stjórnarmanna kom skýrt fram að styrkurinn væri ekki fordæmisgefandi.

5. Samþykkt samhljóða  að ganga til samninga við Pétur Bjarnason um ritstýringu á haustblaði.  Greiðsla til hans yrði 220.000 krónur.

6. Kolbrún Stefánsdóttir var kosinn varaformaður félagsins

7. Önnur mál.
Rætt um komu Færeyinga til Akureyrar.

Fleira gerðist ekki. Eftir fundinn var námsstefna þar sem Ingvar Þóroddsson yfilæknir á Kristnesi fjallaði um slagið Og Þórir Steingrímsson sömuleiðis út frá eigin reynslu. Páll Árdal stjórnaði fundi.  Um 30 manns mættu á fundinn hvaðanæfa af norðurlandi.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur