Fundargerð stjórnar 16. apr 2015

Boðaður stjórnarfundur í HEILAHEILL í fundarherbergi að Sigtúni 42, 105 Reykjavík

fimmtudaginn 16.04.2015 kl.17:00 með tengingu á Akureyri.

Mættir voru: Þórir Steingrímsson, Axel Jespersen, Guðrún T Gísladóttir og Páll Árdal.

Fjarverandi: Haraldur Ævarsson

Boðuð forföll: Baldur Kristjánsson, Kolbrún Stefánsdóttir og Árni Bergman

 

Tekin fyrir boðuð dagskrárefni til umræðu:

1. Afmælisfundur laugardaginn 2. maí

2. Næsti stjórnarfundur á Akureyri laugardaginn 16. maí 2015?

3. Útgáfumál

4. Framkvæmdastjóramál – Vefsíðumál

5. Fjármál HEILAHEILLA

6. Önnur mál

 

1. Afmælisfundur laugardaginn 2. maí

Ákveðið var að halda upp á 20 ára afmæli félagsins laugardaginn 2. maí 2015 kl.13-16 að Grand hotel Reykjavík og var formanninum Þóri og gjaldkera Guðrúnu falið að semja um húsnæðið. Dagskráin var samþykkt að hluta að tillögu formanns, en beðið er eftir svari frá Elíasi Ólafssyni, yfirlækni á LSH.

2. Næsti stjórnarfundur á Akureyri laugardaginn 16. maí 2015.

Ákveðið var að halda stjórnarfund, í tilefni af 20 ára félagsins, norður á Akureyri laugardaginn 16. maí 2015 og á eftir hann skyldi vera opið hús fyrir almenning. Var formanninum Þóri og gjaldkera Guðrúnu falið að semja ferðamáta norður á Akureyri.

3. Útgáfumál

Rætt var um að fresta útgáfu blaðsins “Slagorðs” fram á haustið og Þórir formaður gerði það að tillögu sinni að Pétur Bjarnason annaðist ritstjórn, efnistök framkvæmd hennar. Var það samþykkt.

4. Framkvæmdastjóramál – Vefsíðumál

Ákveðið var að bíða með þennan málaflokk þar til að fleiri stjórnarmeðlimir væru mættir.

5. Fjármál HEILAHEILLA

Gjaldkeri taldi fjárhag félagsins góðan og væri nú um 3 milljónir króna í sjóði.

6. Önnur mál

1. Formaðurinn greindi frá fyrirhugaðri eins dags sumarferð laugardaginn 20. júní í samvinnu við Hugarfar og Hjartaheill. Í ráði er að fara undir Eyjafjöll í fararstjórn Bjarna Eiríks Sigurðssonar.

2. Formaðurinn greindi frá að hugur væri í félögum á Akranesi að stofna hóp og var samþykkt að hann skyldi aðstoða þá við það.

3. Axel Jespersen greindi fundarmönnum frá ferð hans og formannsins á stjórnarfund Nordisk Afasirådet í Osló 14.15. april og hvaða hugmyndir hann hafði í sambandi við þátttökuna þar. Var ákveðið að hann skyldi vinna áfram að verkefninu “málstol” í samvinnu við Bryndísi Bragadóttur og þá formanninn eftir þörfum.

 

Fundi slitið 18:15

 

Þórir Steingrímsson

fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur