Aðalfundur Heilaheilla var haldinn að Síðumúla 6 og í gegnum fjarfundabúnað á Glerárgötu 20 Akureyri. Fundurinn var afar vel sóttur og stóð yfir frá kl: 13-15.
—————————-
Þórir Steingrímsson formaður bauð fundargesti velkomna og setti fundinn. Fundarstjóri var tilnefndur Gísli Ólafur Pétursson og fundarritari Særún Harðardóttir og var það samþykkt.
Þá var gengið til dagskrár aðalfundar.
- 1. Skýrsla stjórnar félagsins. Formaður flutti skýrslu stjórnar.
- 2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar. Þórólfur Árnason gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða.
- 3. Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu. Engar lagabreytingatillögur komu fram.
- 4. Kosning stjórnar. Ný stjórn var kosin og hana skipa nú Þórir Steingrímsson, formaður, Hildur Grétarsdóttir, gjaldkeri, Særún Harðardóttir, ritari, Albert Páll Sigurðsson, Edda Þórarinsdóttir og Páll Árdal í aðalstjórn og Ólöf Þorsteinsdóttir og Axel Sigurðsson í varastjórn.
- 5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Lagt var til að Ellert B. Skúlason og Bergur Jónsson yrðu félagskjörnir skoðunarmenn reikninga og var það samþykkt samhljóða.
- 6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar. Engin fjárhagsáætlun var borin upp að þessu sinni.
- 7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir. Formaður kynnti nöfn þeirra sem hafa verið talsmenn málefnahópa Heilaheilla og lagði til að þeirra væri áfram óskað í þau störf. Var það samþykkt samhljóða af aðalfundi.
- 8. Önnur mál. Engin mál voru borin upp.
Eftir frábærar kaffiveitingar kaffihópsins kynntu þeir Dr. Þorleifur Friðriksson og Encho Stoyanov ferð til Búlgaríu í vor (sjá nánar á heimasíðu Heilaheilla). Þá kynnti Edda Þórarinsdóttir málþing sem halda á í Borgarleikhúsinu þann 4. mars nk.
Þá var aðalfundi Heilaheilla slitið.
Særún Harðardóttir fundarritari.