Fimmtudaginn 28. mars hélt HEILAHEILL kynningarfund um slagið (heilablóðfallið) fyrir almenning á Hótel Selfossi og bauð upp á kaffi. Fjölmenntu Selfossbúar og húsfyllir varð. Séra Baldur B E Kristjánsson hóf fundinn með stuttu erindi um reynslu sína af slaginu og félaginu.
Eftir framsögu hans tók Þórir Steingríms-son formaður við og flutti erindi um slagið og hvernig hann upp-lifði áfallið, þegar það átti sér stað fyrir 15 árum. Lagði hann áherslu á framþróun heilbrigðiskerfisins og að almenningur þekkti fyrstu ein-kenni heilablóðfalls og ættu því strax að hafa samband við Neyðarlínuna.
Eftir fyrirlesturinn voru margar fyrir-spurnir lagðar fram og greinilegt var á fundarmönnum, að þeim var umhugað um að heilbrigðis-kerfið á Selfossi væri sambærilegt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólkið þar væri meira meðvitað um sjúkdóminn. Þórir lagði áherslu á góða samvinnu sjúklinga og fagaðila væri lykilatriði, er hefur hingað til skilað góðum árangri. En erindinu var vel tekið og menn horfðu björtum augum á framtíðina.