Valkyrjurnar slógu í gegn!

Laugardaginn 4. maí s.l. var síðasti “Laugardagsfundur” HEILAHEILLA fyrir sumarið haldinn í Sigtúni 42, Reykjavík við fjölmenni.  Góðkunnugu leik- og söngkonurnar Þórunn Erna Clausen og Soffía Karlsdóttir (Valkyrjurnar), voru gestir fundarins og fóru á kostum með þekktum slagörum eldri tímans.  Var ekki annað að sjá að fundarmenn voru með á nótunum, allt frá fyrirlestri formannsins,Þóris Steingrímssonar, til söngs þeirra kvenna.  Þær ætla að halda svipaða tónleika, ásamt fleiri listamönnum, fyrir almenning fimmtudaginn 23. maí kl.21:00 í “Petersen svítunni í Gamla bíó” Ingólfsstræti 2a 3. hæð, 101 Reykjavík, Iceland,  (sjá hér: https://www.facebook.com/events/2072805216187152/?ti=icl).  Kæmi á óvart að félagar HEILAHEILLA, er voru á þessum fundi, létu sig vanta á þá tónleika, – en aðgangur er ókeypis.  Tökum þátt í menningunni, – það lyftir andanum eftir áfallið!  Látum slag standa með það!

 

 

 

Sjá hér

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur