Laugardaginn 4. maí s.l. var síðasti “Laugardagsfundur” HEILAHEILLA fyrir sumarið haldinn í Sigtúni 42, Reykjavík við fjölmenni. Góðkunnugu leik- og söngkonurnar Þórunn Erna Clausen og Soffía Karlsdóttir (Valkyrjurnar), voru gestir fundarins og fóru á kostum með þekktum slagörum eldri tímans. Var ekki annað að sjá að fundarmenn voru með á nótunum, allt frá fyrirlestri formannsins,Þóris Steingrímssonar, til söngs þeirra kvenna. Þær ætla að halda svipaða tónleika, ásamt fleiri listamönnum, fyrir almenning fimmtudaginn 23. maí kl.21:00 í “Petersen svítunni í Gamla bíó” Ingólfsstræti 2a 3. hæð, 101 Reykjavík, Iceland, (sjá hér: https://www.facebook.com/events/2072805216187152/?ti=icl). Kæmi á óvart að félagar HEILAHEILLA, er voru á þessum fundi, létu sig vanta á þá tónleika, – en aðgangur er ókeypis. Tökum þátt í menningunni, – það lyftir andanum eftir áfallið! Látum slag standa með það!