Nokkur skriður er kominn á heildaruræðuna um heilablóðfallið á Evrópusvæðinu, er miðar í þá átt að skipuleggja áhættumat í hverju landi fyrir sig sem er í SAFE og ESO. Snýr þetta að miklu leyti að heilbrigðisyfirvöldum hér á landi, – svo og að sjúklingafélaginu HEILAHEILL. Formaður félagsins Þórir Steingrímsson, tók þátt í fjarfundi SAFE núna í byrjun mars þar sem gefin var út tímalína um aðgerðir að dagsetningu í júní, þar sem gefin verður út yfirlýsing hvernig á þessum málum er háttað í hverju landi fyri sig. SAFE stefnir að sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAPE, (Stroke Action Plan for Europe), þar sem fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taka höndum saman er varðar heilablóðfallið, byggt á undirrituðu samkomulagi er samtökin ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) gerðu með sér 2018, þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum er varðar heilablóðfallið. Með þessu samkomulagi er HEILAHEILL formlegur aðili SAP-E og er þegar hafin samvinna við fagaðila hér á landi um það, skv. sérstakri greiningu. Lögð er á það áhersla að einstaklingurinn njóti samræmis hvar sem þeir á landinu búa.