Fundargerð stjórnar 4. mars 2022

Fundur í stjórn Heilaheilla föstudaginn 4 mars kl. 17. Fjarfundur.

Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn

Formaður setti fund og auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundarins og/ eða dagskrá. Engar athugasemdir komu fram.

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu
  2. Fjármál félagsins:
    * Aðkoma fagaðila að málefnum:
    – NORDISK AFASIRÅD
    – SAFE+SAPE
  3. Aðalfundurinn 26. mars kl.13:00
  4. Ársreikningarnir
  5. Útgáfumál.
    – Markaðsmenn

 

  1. Formaður bauð fundarmenn velkomna.    
    Málstolsvika stendur yfir hjá Talmeinafræðingum. Heilaheill fékk 1,8 milj. frá Heilbrigðisráðuneytinu vegna málstols vegna slags. Styrkurinn ætlaður Talmeinafræðingum að þjálfa upp hópa eftir slag. Fáum 75% til að byrja með og afganginn eftir 1. sept. eftir að skýrslu um notkun hans hefur verið skilað. Nú er tækifæri að setja þetta málstol í fastari ramma, sérstaklega ef þetta yrði árlegur styrkur.
  2. Fjármál félagsins.
    Reikningar í Arion.  
    0302-13-000192 Grænn vöxtur.                                                    0 kr.
    0302-13-110634 Sparisjóðsreikningur.                     107.800 kr.
    0331-22-001029 Fjárhæða og tímþrep ársvextir 362.204 kr.
    0331-26-006194 Sérkjör fyrirtæki.                                 85.447 kr.
    0370-13-006530 Grænn vöxtur.                                1.602.224 kr.

    Reikningar í Íslandsbanka.

    516-26-404                        4.145.940 kr.
    516-4-765500                         50.171 kr.
    516-4-765000                                      0 kr.
     516-14-552136                      55.188 kr.
    516-14-555858.                             401kr.
    537-14-104007                             603 kr
  3. Aðalfundur.
    Farið var yfir um framkvæmd aðalfundar.
  4. Ársreikningarnir.
    Engar athugasemdir
  5. Útgáfumál.
    Engar athugasemdir
  6. Önnur mál.
    Vék Þórir tali sínu að SAPE, Stroke Action Plan for Europe. Markmið SAPE eru og kallað hefur verið eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda:
    °.  að fækka heilablóðföllum í Evrópu um 10%;
    °.  að meðhöndla 90% eða meira af sjúklingum með heilablóðfall í Evrópu á sérstökum slagdeildum (stroke unit).
    °.  að hafa landsáætlun um heilablóðfall sem nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni   til lífs eftir heilablóðfall;
    °.  að innleiða að fullu innlendar áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli. Í máli formanns kom fram að það væri ekki síst eftirfylgnina sem þyrfti að laga hérlendis.
    °.  Samstarfsaðilar okkar hér í málefnum SAPE eru Helga Jónsdóttir, Marianne E. Klinke, Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Björn Logi Þórarainsson
    °.  Fram kom að Þórir sendi erindi frá Heilaheill til Landspítala um þessi markmið og gerði tillögu um að settur verði upp samstarfshópur.
Fundi slitið.
Baldur Kristjànsson
fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur